Geislavirk efni undir bráðnandi ísnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Grænlendingur virðir fyrir sér mannvirki við bandarísku herstöðina í Thule. Nordicphotos/AFP Skammt frá bandarísku Thule-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi er önnur herstöð, sem hét Camp Century og var einnig bandarísk, en var yfirgefin árið 1967. Bandaríkjamenn skildu þar eftir geislavirkan úrgang og búnað af ýmsu tagi, sem þeir héldu að myndi liggja þar grafinn í ísnum til eilífðarnóns, hættulaus með öllu. Hlýnun jarðar gæti hins vegar orðið til þess að ísinn bráðnaði ofan af þessum úrgangi og geislamengaða búnaði í Camp Century herstöðinni. Búast má við að þetta verði að veruleika eftir nokkurn tíma, líklega eftir um það bil 75 ár samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem vísindamenn við York-háskóla í Kanada hafa birt. Þarna í ísnum er geislavirkur úrgangur, kæliefni, olía og fleira af óumhverfisvænum efnum sem gætu eyðilagt út frá sér, bráðni ísinn ofan af. Á vefsíðum kanadíska dagblaðsins The Humboldt Journal er rætt við William Colgan, sem stjórnaði rannsókninni. Hann segir að umhverfisáhrifin af þessu ættu reyndar ekki að verða mjög afgerandi. Hins vegar megi búast við því að pólitísk áhrif yrðu nokkur: „NATO-ríkin þurfa virkilega að sýna að þau hafi vel útfærðar áætlanir um lokanir þegar tekist er á við arfleifð yfirgefinna herstöðva,“ segir Colgan. Vitneskjan um afdrif Camp Century herstöðvarinnar ætti að verða NATO hvatning til að leggja meiri vinnu í frágang yfirgefinna herstöðva á Grænlandi. Herstöðin Camp Century var starfrækt á árunum 1959 til 1967, þegar kalda stríðið var í hámarki. Þar var Bandaríkjaher með rannsóknarstöð þar sem rannsóknirnar beindust ekki síst að því hversu hentugt væri að geyma kjarnorkuvopn í ísnum. Þarna störfuðu 200 manns í miklu kerfi ganga sem grafin höfðu verið niður í ísinn. Í göngunum voru vistarverur fólksins ásamt tilraunastöðvum og kjarnorkuofni sem knúði stöðina. „Þegar þessu lauk lokaði herinn bara dyrunum og skildi allt eftir,“ segir Colgan í viðtalinu við Humboldt Journal. „Þeir tóku kjarnaofninn en skildu allt annað eftir. Byggingar, bifreiðar, birgðir, úrgang, allt saman. Þeir héldu að þetta myndi snjóa í kaf til eilífðar.“Thule-herstöðin Bandaríkjamenn hafa rekið Thule-herstöðina á norðvestanverðu Grænlandi síðan 1943. Árið 1951 var þar lagður flugvöllur, þar sem áður stóð þorpið Pituffik, en íbúar þess voru reknir burt með aðstoð danskra yfirvalda og sendir yfir í nýtt þorp, sem fékk nafnið Qaanaaq og var reist í 130 kílómetra fjarlægð frá fyrri heimkynnum fólksins. Árið 1968 hrapaði bandarísk sprengjuflugvél nálægt Thule-herstöðinni. Um borð voru fjórar vetnissprengjur. Töluverð geislamengun varð á svæðinu þótt sprengjurnar hafi ekki sprungið. Bandaríkjamenn og Danir unnu saman að því að hreinsa svæðið eftir því sem hægt var. Enn þykir nokkur hætta steðja þar að fólki.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Skammt frá bandarísku Thule-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi er önnur herstöð, sem hét Camp Century og var einnig bandarísk, en var yfirgefin árið 1967. Bandaríkjamenn skildu þar eftir geislavirkan úrgang og búnað af ýmsu tagi, sem þeir héldu að myndi liggja þar grafinn í ísnum til eilífðarnóns, hættulaus með öllu. Hlýnun jarðar gæti hins vegar orðið til þess að ísinn bráðnaði ofan af þessum úrgangi og geislamengaða búnaði í Camp Century herstöðinni. Búast má við að þetta verði að veruleika eftir nokkurn tíma, líklega eftir um það bil 75 ár samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem vísindamenn við York-háskóla í Kanada hafa birt. Þarna í ísnum er geislavirkur úrgangur, kæliefni, olía og fleira af óumhverfisvænum efnum sem gætu eyðilagt út frá sér, bráðni ísinn ofan af. Á vefsíðum kanadíska dagblaðsins The Humboldt Journal er rætt við William Colgan, sem stjórnaði rannsókninni. Hann segir að umhverfisáhrifin af þessu ættu reyndar ekki að verða mjög afgerandi. Hins vegar megi búast við því að pólitísk áhrif yrðu nokkur: „NATO-ríkin þurfa virkilega að sýna að þau hafi vel útfærðar áætlanir um lokanir þegar tekist er á við arfleifð yfirgefinna herstöðva,“ segir Colgan. Vitneskjan um afdrif Camp Century herstöðvarinnar ætti að verða NATO hvatning til að leggja meiri vinnu í frágang yfirgefinna herstöðva á Grænlandi. Herstöðin Camp Century var starfrækt á árunum 1959 til 1967, þegar kalda stríðið var í hámarki. Þar var Bandaríkjaher með rannsóknarstöð þar sem rannsóknirnar beindust ekki síst að því hversu hentugt væri að geyma kjarnorkuvopn í ísnum. Þarna störfuðu 200 manns í miklu kerfi ganga sem grafin höfðu verið niður í ísinn. Í göngunum voru vistarverur fólksins ásamt tilraunastöðvum og kjarnorkuofni sem knúði stöðina. „Þegar þessu lauk lokaði herinn bara dyrunum og skildi allt eftir,“ segir Colgan í viðtalinu við Humboldt Journal. „Þeir tóku kjarnaofninn en skildu allt annað eftir. Byggingar, bifreiðar, birgðir, úrgang, allt saman. Þeir héldu að þetta myndi snjóa í kaf til eilífðar.“Thule-herstöðin Bandaríkjamenn hafa rekið Thule-herstöðina á norðvestanverðu Grænlandi síðan 1943. Árið 1951 var þar lagður flugvöllur, þar sem áður stóð þorpið Pituffik, en íbúar þess voru reknir burt með aðstoð danskra yfirvalda og sendir yfir í nýtt þorp, sem fékk nafnið Qaanaaq og var reist í 130 kílómetra fjarlægð frá fyrri heimkynnum fólksins. Árið 1968 hrapaði bandarísk sprengjuflugvél nálægt Thule-herstöðinni. Um borð voru fjórar vetnissprengjur. Töluverð geislamengun varð á svæðinu þótt sprengjurnar hafi ekki sprungið. Bandaríkjamenn og Danir unnu saman að því að hreinsa svæðið eftir því sem hægt var. Enn þykir nokkur hætta steðja þar að fólki.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira