Hiti í kappræðum formannsefna Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. ágúst 2016 12:00 Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, og Owen Smith þingmaður áttust við í kappræðum á BBC í gær. Þeir bjóða sig báðir fram í formannskosningum flokksins. Kosningarnar fara fram í kjölfar þess að vantraust var borið fram á Corbyn sem þótti ekki berjast af nógu miklum krafti gegn því að Bretar færu úr Evrópusambandinu eins og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní. Kosningar hefjast í næstu viku og standa yfir til 21. september. Úrslit kosninganna verða svo tilkynnt í Liverpool þann 24. september.Ósammála um Íslamska ríkið Helsta ágreiningsefni frambjóðendanna í kappræðunum var hvort bæri að hleypa hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki inn í friðarviðræður stríðandi fylkinga í Sýrlandi. Smith sagði að það væri óhjákvæmilegt að hleypa þeim að borðinu ef friður ætti að nást. „Ef við ætlum að reyna að leysa þetta þurfa allir aðilar að koma að borðinu. Þessa stundina er hins vegar ljóst að Íslamska ríkið hefur ekki áhuga á því,“ sagði hann. Corbyn var hins vegar ekki á sama máli. „Þeir verða ekki við borðið. Nei,“ sagði Corbyn sem bætti því síðar við að ummæli Smiths væru vanhugsuð.Flokkurinn klofinn Smith sagði flokkinn klofinn vegna Corbyns og stuðningsmanna hans. „Stuðningsmenn Corbyns halda því fram að hann sé eini sósíalistinn í Verkamannaflokknum. Hið sanna er að ég er ekki rauður íhaldsmaður. Ég er ekki fylgismaður Tonys Blair [fyrrverandi forsætisráðherra]. Ég er sósíalisti alveg eins og Corbyn,“ sagði Smith. Áhorfendur sem báru upp spurningar deildu sumir hverjir áhyggjum af hörkunni sem hefði færst í kosningabaráttuna. Stríðandi fylkingar innan flokksins væru að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bera sigur úr býtum. En þegar kappræðustjórnandinn, Victoria Derbyshire, sagði við Corbyn að andrúmsloftið innan flokksins væri orðið eitrað svaraði Corbyn: „Hvernig veist þú það?“ Corbyn sagði þá að hann hefði sótt kosningafundi um allt land og heyrt fólk með mismunandi skoðanir rökræða af yfirvegun.Þingmennirnir með Smith Ljóst er að kjörnir fulltrúar flokksins eru ekki á bandi Corbyns þótt almenningur virðist vera það ef marka má skoðanakannanir, naumlega þó. Til þess að vera kjörgengur þarf frambjóðandi að njóta stuðnings 51 þingmanns. Talið var að Corbyn nyti stuðnings um fjörutíu þingmanna áður en framkvæmdastjórn flokksins ákvað að hann kæmist sjálfkrafa á kjörseðilinn. Smith nýtur hins vegar mun meiri stuðnings innan þingflokksins en 172 þingmenn styðja hann. Skoðanakönnun London Evening Standard og BMG Research gefur til kynna að Corbyn hafi naumt forskot á Smith. Þegar úrtak flokksmanna, sem kaus í formannskosningunum árið 2015, var spurt hvorn frambjóðandann það styddi sögðust 52 prósent styðja Corbyn en 48 prósent Smith.Framkvæmdastjórnin sigraði fyrir dómstólum Þegar framkvæmdastjórn Verkamannaflokksins ákvað fyrirkomulag kosninga þann 12. júní var skorið úr um að einungis þeir flokksmenn sem hefðu verið skráðir í flokkinn lengur en í hálft ár fengju að kjósa í formannskosningunum. Fór þessi regla ekki vel í fimm nýja meðlimi flokksins, þau Christine Evangelou, Edward Leir, Hönnu Fordham, Chris Granger og ónefndan flokksmann sem kom ekki fram undir nafni þar sem hann er undir átján ára aldri. Þau hópfjármögnuðu málsókn gegn framkvæmdastjórninni og kröfðust þess að fá að kjósa. Kröfuna byggðu þau á samningi sem þau skrifuðu undir þegar þau gengu í flokkinn. Dómstólar féllust á kröfu þeirra þann 8. ágúst og úrskurðuðu að flokknum væri ekki heimilt að útiloka þau, né aðra nýja meðlimi, frá kosningunum. Framkvæmdastjórnin áfrýjaði dómnum og sneri áfrýjunardómstóll úrskurðinum við þann 14. sama mánaðar. Var því úrskurðað að framkvæmdastjórn flokksins væri frjálst að setja sínar eigin reglur um formannskosningarnar. Fréttastofa The Guardian sem og veðbankar töldu Owen Smith hagnast á úrskurðinum þar sem búist er við því að fleiri hafi skráð sig í flokkinn til að standa vörð um formanninn Jeremy Corbyn. Kjörgengir í kosningunum eru því þeir sem hafa verið lengur í flokknum en sex mánuði, meðlimir þeirra verkalýðsfélaga sem eru aðildarfélög Verkamannaflokksins sem og þeir sem nýttu sér þriggja daga glugga, 18. til 20. júlí, þar sem framkvæmdastjórnin bauð nýskráðum að borga um fjögur þúsund krónur til að verða skráðir stuðningsmenn flokksins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eagle hætt við framboð sitt Angela Eagle sækist ekki lengur eftir formannsembætti Verkamannaflokksins í Bretlandi. 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, og Owen Smith þingmaður áttust við í kappræðum á BBC í gær. Þeir bjóða sig báðir fram í formannskosningum flokksins. Kosningarnar fara fram í kjölfar þess að vantraust var borið fram á Corbyn sem þótti ekki berjast af nógu miklum krafti gegn því að Bretar færu úr Evrópusambandinu eins og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní. Kosningar hefjast í næstu viku og standa yfir til 21. september. Úrslit kosninganna verða svo tilkynnt í Liverpool þann 24. september.Ósammála um Íslamska ríkið Helsta ágreiningsefni frambjóðendanna í kappræðunum var hvort bæri að hleypa hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki inn í friðarviðræður stríðandi fylkinga í Sýrlandi. Smith sagði að það væri óhjákvæmilegt að hleypa þeim að borðinu ef friður ætti að nást. „Ef við ætlum að reyna að leysa þetta þurfa allir aðilar að koma að borðinu. Þessa stundina er hins vegar ljóst að Íslamska ríkið hefur ekki áhuga á því,“ sagði hann. Corbyn var hins vegar ekki á sama máli. „Þeir verða ekki við borðið. Nei,“ sagði Corbyn sem bætti því síðar við að ummæli Smiths væru vanhugsuð.Flokkurinn klofinn Smith sagði flokkinn klofinn vegna Corbyns og stuðningsmanna hans. „Stuðningsmenn Corbyns halda því fram að hann sé eini sósíalistinn í Verkamannaflokknum. Hið sanna er að ég er ekki rauður íhaldsmaður. Ég er ekki fylgismaður Tonys Blair [fyrrverandi forsætisráðherra]. Ég er sósíalisti alveg eins og Corbyn,“ sagði Smith. Áhorfendur sem báru upp spurningar deildu sumir hverjir áhyggjum af hörkunni sem hefði færst í kosningabaráttuna. Stríðandi fylkingar innan flokksins væru að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bera sigur úr býtum. En þegar kappræðustjórnandinn, Victoria Derbyshire, sagði við Corbyn að andrúmsloftið innan flokksins væri orðið eitrað svaraði Corbyn: „Hvernig veist þú það?“ Corbyn sagði þá að hann hefði sótt kosningafundi um allt land og heyrt fólk með mismunandi skoðanir rökræða af yfirvegun.Þingmennirnir með Smith Ljóst er að kjörnir fulltrúar flokksins eru ekki á bandi Corbyns þótt almenningur virðist vera það ef marka má skoðanakannanir, naumlega þó. Til þess að vera kjörgengur þarf frambjóðandi að njóta stuðnings 51 þingmanns. Talið var að Corbyn nyti stuðnings um fjörutíu þingmanna áður en framkvæmdastjórn flokksins ákvað að hann kæmist sjálfkrafa á kjörseðilinn. Smith nýtur hins vegar mun meiri stuðnings innan þingflokksins en 172 þingmenn styðja hann. Skoðanakönnun London Evening Standard og BMG Research gefur til kynna að Corbyn hafi naumt forskot á Smith. Þegar úrtak flokksmanna, sem kaus í formannskosningunum árið 2015, var spurt hvorn frambjóðandann það styddi sögðust 52 prósent styðja Corbyn en 48 prósent Smith.Framkvæmdastjórnin sigraði fyrir dómstólum Þegar framkvæmdastjórn Verkamannaflokksins ákvað fyrirkomulag kosninga þann 12. júní var skorið úr um að einungis þeir flokksmenn sem hefðu verið skráðir í flokkinn lengur en í hálft ár fengju að kjósa í formannskosningunum. Fór þessi regla ekki vel í fimm nýja meðlimi flokksins, þau Christine Evangelou, Edward Leir, Hönnu Fordham, Chris Granger og ónefndan flokksmann sem kom ekki fram undir nafni þar sem hann er undir átján ára aldri. Þau hópfjármögnuðu málsókn gegn framkvæmdastjórninni og kröfðust þess að fá að kjósa. Kröfuna byggðu þau á samningi sem þau skrifuðu undir þegar þau gengu í flokkinn. Dómstólar féllust á kröfu þeirra þann 8. ágúst og úrskurðuðu að flokknum væri ekki heimilt að útiloka þau, né aðra nýja meðlimi, frá kosningunum. Framkvæmdastjórnin áfrýjaði dómnum og sneri áfrýjunardómstóll úrskurðinum við þann 14. sama mánaðar. Var því úrskurðað að framkvæmdastjórn flokksins væri frjálst að setja sínar eigin reglur um formannskosningarnar. Fréttastofa The Guardian sem og veðbankar töldu Owen Smith hagnast á úrskurðinum þar sem búist er við því að fleiri hafi skráð sig í flokkinn til að standa vörð um formanninn Jeremy Corbyn. Kjörgengir í kosningunum eru því þeir sem hafa verið lengur í flokknum en sex mánuði, meðlimir þeirra verkalýðsfélaga sem eru aðildarfélög Verkamannaflokksins sem og þeir sem nýttu sér þriggja daga glugga, 18. til 20. júlí, þar sem framkvæmdastjórnin bauð nýskráðum að borga um fjögur þúsund krónur til að verða skráðir stuðningsmenn flokksins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eagle hætt við framboð sitt Angela Eagle sækist ekki lengur eftir formannsembætti Verkamannaflokksins í Bretlandi. 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Eagle hætt við framboð sitt Angela Eagle sækist ekki lengur eftir formannsembætti Verkamannaflokksins í Bretlandi. 20. júlí 2016 07:00