Fimm ára drengur orðinn að andliti hörmunganna í Aleppo Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2016 09:02 Myndir af fimm ára dreng, sem nýbúið er að bjarga úr rústum byggingar sem varð fyrir loftárás í sýrlensku borginni Aleppo, hafa vakið heimsathygli eftir að þær voru birtar í gær. Á myndunum má sjá hinn fimm ára Omran Daqneesh þegar maður heldur á honum úr rústum byggingar og inn í sjúkrabíl þar sem drengnum er komið fyrir í sæti. Drengurinn er þakinn ryki og blóð rennur úr sári á enni drengsins. Aleppo Media Center, sem berst gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, birti myndbandið á YouTube seint í gærkvöldi að staðartíma og hefur fréttastofan AP staðfest að það sé ekki sviðsett. Telegraph greinir frá því að Omran sé eitt fimm barna sem særðist í umræddri árás í hverfinu Al Qaterchi þar sem uppreisnarhópar, andsnúnir stjórn Assad, ráða ríkjum. Syrian Observatory for Human Rights staðfestir að þrír hafi fallið í árásinni og tólf særst. Myndirnar af Omran hefur verið líkt við myndirnar af Alan Kurdi, þriggja ára dreng, sem fannst látinn í fjöruborðinu á tyrkneskri strönd sem vöktu gríðarlega athygli og beindu auknum sjónum að málefnum flóttamanna. Omran var fluttur á sjúkrahúsið M10 í Aleppo þar sem var hlúð að honum og var hann síðar úrskrifaður. Raf Sanchez, blaðamaður Telegraph, hefur einnig birt mynd af drengnum þar sem búið er að koma sárabindi fyrir á höfði hans.Sjá má myndband af atvikinu þegar Omran var fluttur inn í sjúkrahúsið að neðan. This picture of a wounded Syrian boy captures just a fragment of the horrors of #Aleppo : https://t.co/fzhyOrGJRQ pic.twitter.com/yfO7imauQO— Raf Sanchez (@rafsanchez) August 17, 2016 His name is Omar Daqneesh and he is 5. Here he is after treatment by some extraordinarily brave doctors in #Aleppo. pic.twitter.com/7WT4oMqExK— Raf Sanchez (@rafsanchez) August 17, 2016 Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Myndir af fimm ára dreng, sem nýbúið er að bjarga úr rústum byggingar sem varð fyrir loftárás í sýrlensku borginni Aleppo, hafa vakið heimsathygli eftir að þær voru birtar í gær. Á myndunum má sjá hinn fimm ára Omran Daqneesh þegar maður heldur á honum úr rústum byggingar og inn í sjúkrabíl þar sem drengnum er komið fyrir í sæti. Drengurinn er þakinn ryki og blóð rennur úr sári á enni drengsins. Aleppo Media Center, sem berst gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, birti myndbandið á YouTube seint í gærkvöldi að staðartíma og hefur fréttastofan AP staðfest að það sé ekki sviðsett. Telegraph greinir frá því að Omran sé eitt fimm barna sem særðist í umræddri árás í hverfinu Al Qaterchi þar sem uppreisnarhópar, andsnúnir stjórn Assad, ráða ríkjum. Syrian Observatory for Human Rights staðfestir að þrír hafi fallið í árásinni og tólf særst. Myndirnar af Omran hefur verið líkt við myndirnar af Alan Kurdi, þriggja ára dreng, sem fannst látinn í fjöruborðinu á tyrkneskri strönd sem vöktu gríðarlega athygli og beindu auknum sjónum að málefnum flóttamanna. Omran var fluttur á sjúkrahúsið M10 í Aleppo þar sem var hlúð að honum og var hann síðar úrskrifaður. Raf Sanchez, blaðamaður Telegraph, hefur einnig birt mynd af drengnum þar sem búið er að koma sárabindi fyrir á höfði hans.Sjá má myndband af atvikinu þegar Omran var fluttur inn í sjúkrahúsið að neðan. This picture of a wounded Syrian boy captures just a fragment of the horrors of #Aleppo : https://t.co/fzhyOrGJRQ pic.twitter.com/yfO7imauQO— Raf Sanchez (@rafsanchez) August 17, 2016 His name is Omar Daqneesh and he is 5. Here he is after treatment by some extraordinarily brave doctors in #Aleppo. pic.twitter.com/7WT4oMqExK— Raf Sanchez (@rafsanchez) August 17, 2016
Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09