Helsti ráðgjafi Trump vísar ósætti innan eigin raða á bug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2016 23:11 Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá ósætti á meðal starfsmanna framboðs Trump. Vísir/Getty Helsti ráðgjafi Donald Trump, forsetaefnis Repúblikana, hafnar því alfarið að ósætti sé innan raða starfsmanna framboðs auðkýfingsins umdeilda. „Við erum í góðum málum, við erum skipulögð og við höldum áfram,“ sagði Paul Manafort í viðtali við fréttastofu Fox. Trump þykir hafa stigið feilspor með því að gagnrýna foreldra Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004. Foreldrar hans ávörpuðu flokksþing Demókrata og gagnrýndu Trump harkalega. Hafa bandarískir fjölmiðlar greint frá því að orð Trump í garð foreldra Khan hafi fallið í grýttan jarðveg á meðal starfsmanna framboðs Trump og lét einn starfsmaður hafa eftir sér við CNN að þeim fyndist mörgum eins og þeir væru að kasta tíma sínum á glæ með því að starfa fyrir Trump. Þá greindi NBC frá því að háttsettir menn innan Repúblikanaflokksins ætluðu sér að blanda sér í kosningabaráttu Trump með því að krefjast þess að hann myndi einbeita sér að því að tala um málefin. Manafort blés á þetta og sagði að þessar fregnir væri runnar undir rifjum Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata og sagði hann að hún bæri ábyrgð á því að dreifa fregnum um ósætti meðal starfsmanna Trump. Trump blés einnig á slíkar fréttir og tísti í dag um að sjaldan hefði krafturinn verið jafnmikill meðal starfsmanna sinna.There is great unity in my campaign, perhaps greater than ever before. I want to thank everyone for your tremendous support. Beat Crooked H!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2016 Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54 Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Helsti ráðgjafi Donald Trump, forsetaefnis Repúblikana, hafnar því alfarið að ósætti sé innan raða starfsmanna framboðs auðkýfingsins umdeilda. „Við erum í góðum málum, við erum skipulögð og við höldum áfram,“ sagði Paul Manafort í viðtali við fréttastofu Fox. Trump þykir hafa stigið feilspor með því að gagnrýna foreldra Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004. Foreldrar hans ávörpuðu flokksþing Demókrata og gagnrýndu Trump harkalega. Hafa bandarískir fjölmiðlar greint frá því að orð Trump í garð foreldra Khan hafi fallið í grýttan jarðveg á meðal starfsmanna framboðs Trump og lét einn starfsmaður hafa eftir sér við CNN að þeim fyndist mörgum eins og þeir væru að kasta tíma sínum á glæ með því að starfa fyrir Trump. Þá greindi NBC frá því að háttsettir menn innan Repúblikanaflokksins ætluðu sér að blanda sér í kosningabaráttu Trump með því að krefjast þess að hann myndi einbeita sér að því að tala um málefin. Manafort blés á þetta og sagði að þessar fregnir væri runnar undir rifjum Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata og sagði hann að hún bæri ábyrgð á því að dreifa fregnum um ósætti meðal starfsmanna Trump. Trump blés einnig á slíkar fréttir og tísti í dag um að sjaldan hefði krafturinn verið jafnmikill meðal starfsmanna sinna.There is great unity in my campaign, perhaps greater than ever before. I want to thank everyone for your tremendous support. Beat Crooked H!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2016
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54 Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24