Lið Erdogans fer hamförum Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. júlí 2016 07:00 Níutíu og níu herforingjar voru í gær ákærðir fyrir aðild að hinni misheppnuðu valdaránstilraun um helgina. Þá hefur öllum vísinda- og fræðimönnum verið bannað að yfirgefa landið. Alls hafa nú meira en 50 þúsund manns verið handteknir eða reknir úr starfi í þessum hreinsunum, sem nú þegar eru komnar í flokk með þeim víðtækustu í sögunni. Þær beinast fyrst og fremst gegn liðsmönnum Gülen-hreyfingarinnar, sem er ein stærsta trúarhreyfing Tyrklands með milljónir liðsmanna og víðtæka starfsemi við rekstur á skólum, sjúkrahúsum, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Leiðtogi hennar, Fetúlla Gülen, býr í Bandaríkjunum og þverneitar að hafa haft nokkuð með byltingartilraunina að gera. Þeir Erdogan voru nánir bandamenn allt þangað til fyrir nokkrum árum, þegar embættismenn hófu rannsókn á flokki Erdogans og spillingarmálum sem tengdust honum. Andrew Gardner, sérfræðingur mannréttindasamtakanna Amnesty International í málefnum Tyrklands, segir hreinsanirnar í Tyrklandi vera svo víðtækar að þess finnist varla dæmi annars staðar: „Þótt það sé skiljanlegt og rétt að stjórnin vilji rannsaka og refsa þeim sem bera ábyrgð á hinni blóðugu valdaránstilraun, þá verða þau að hlíta reglum réttarríkisins og virða tjáningarfrelsið,“ segir hann. „Tyrkneska þjóðin er enn að jafna sig á hinum skelfilegu atburðum helgarinnar og þá er mjög brýnt að fjölmiðlafrelsi og óheft dreifing upplýsinga sé varin, frekar en kæfð.“ Í gær hóf Wikileaks birtingu þúsunda tölvupósta frá AKP, stjórnmálaflokki Erdogans forseta. Viðbrögð stjórnvalda í Tyrklandi voru þau að loka strax fyrir aðgang að öllum Facebook-síðum. Alls birti Wikileaks í gær nær 300 þúsund tölvupósta, sem flokkurinn sendi frá 2010 þar til í byrjun júlí 2016. Wikileaks segir framhald verða á birtingunni, þetta sé aðeins hluti póstanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00 Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Níutíu og níu herforingjar voru í gær ákærðir fyrir aðild að hinni misheppnuðu valdaránstilraun um helgina. Þá hefur öllum vísinda- og fræðimönnum verið bannað að yfirgefa landið. Alls hafa nú meira en 50 þúsund manns verið handteknir eða reknir úr starfi í þessum hreinsunum, sem nú þegar eru komnar í flokk með þeim víðtækustu í sögunni. Þær beinast fyrst og fremst gegn liðsmönnum Gülen-hreyfingarinnar, sem er ein stærsta trúarhreyfing Tyrklands með milljónir liðsmanna og víðtæka starfsemi við rekstur á skólum, sjúkrahúsum, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Leiðtogi hennar, Fetúlla Gülen, býr í Bandaríkjunum og þverneitar að hafa haft nokkuð með byltingartilraunina að gera. Þeir Erdogan voru nánir bandamenn allt þangað til fyrir nokkrum árum, þegar embættismenn hófu rannsókn á flokki Erdogans og spillingarmálum sem tengdust honum. Andrew Gardner, sérfræðingur mannréttindasamtakanna Amnesty International í málefnum Tyrklands, segir hreinsanirnar í Tyrklandi vera svo víðtækar að þess finnist varla dæmi annars staðar: „Þótt það sé skiljanlegt og rétt að stjórnin vilji rannsaka og refsa þeim sem bera ábyrgð á hinni blóðugu valdaránstilraun, þá verða þau að hlíta reglum réttarríkisins og virða tjáningarfrelsið,“ segir hann. „Tyrkneska þjóðin er enn að jafna sig á hinum skelfilegu atburðum helgarinnar og þá er mjög brýnt að fjölmiðlafrelsi og óheft dreifing upplýsinga sé varin, frekar en kæfð.“ Í gær hóf Wikileaks birtingu þúsunda tölvupósta frá AKP, stjórnmálaflokki Erdogans forseta. Viðbrögð stjórnvalda í Tyrklandi voru þau að loka strax fyrir aðgang að öllum Facebook-síðum. Alls birti Wikileaks í gær nær 300 þúsund tölvupósta, sem flokkurinn sendi frá 2010 þar til í byrjun júlí 2016. Wikileaks segir framhald verða á birtingunni, þetta sé aðeins hluti póstanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00 Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00
Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00
Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28
Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31