Erlent

Dregur sig í hlé á landsþingi eftir lekahneyksli

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Debbie Wasserman Schultz flytur hvorki ræðu né stjórnar fundum.
Debbie Wasserman Schultz flytur hvorki ræðu né stjórnar fundum. Nordicphotos/AFP
Debbie Wasserman Schultz, framkvæmdastjóri Demókrataflokksins, hefur hætt við að flytja ræðu á landsþinginu sem hefst í dag.

Hún hefur auk þess hætt við að fara með fundarstjórn á þinginu.

Ástæðan eru upplýsingar úr tölvupósti, sem áttu að fara leynt, en hafa verið birtar á vefsíðum Wikileaks.

Í póstunum kemur fram að Schultz og fleiri áhrifamenn í flokknum studdu eindregið Hillary Clinton gegn Bernie Sanders í forkosningum flokksins.

Sanders segir þetta ekki koma sér neitt sérstaklega á óvart, enda hafi hann lengi gagnrýnt Schultz harðlega fyrir að hafa dregið taum Clinton, þótt hún hafi átt að vera hlutlaus í þessum forkosningum.

Á landsþinginu, sem stendur fram á fimmtudag, verður Clinton formlega útnefnd forsetaefni flokksins og Tim Kaine varaforsetaefni hennar. Meðal þeirra sem flytja ávarp til stuðnings Clinton verður Bernie Sanders.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×