Leki úr röðum Demókrata sýnir andúð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2016 22:43 Hillary Clinton og Bernie Sanders. Vísir/getty Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira