Leki úr röðum Demókrata sýnir andúð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2016 22:43 Hillary Clinton og Bernie Sanders. Vísir/getty Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni. Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni.
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira