Ekki hægt að hafna einkaspítala vegna áhrifa á heilbrigðiskerfið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2016 20:20 Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“