Ekki hægt að hafna einkaspítala vegna áhrifa á heilbrigðiskerfið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2016 20:20 Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00