Íslandsmeistarar FH hafa gert samning við færeyska landsliðsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu um að leika með liðinu út tímabilið.
Kaj Leo, sem er 25 ára, lék síðast með Dianamo București í Rúmeníu. Hann er uppalinn hjá Víkingi í Götu en hefur einnig leikið með Levanger í Noregi.
Kaj Leo getur bæði leikið sem kantmaður og framarlega á miðjunni. Hann hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Færeyjar.
„Við FH-ingar erum mjög ánægðir að fá til okkar Kaj Leo í Bartalsstovu. Kaj er leikmaður sem mun gefa okkur nýja vídd í sóknarleik,“ er haft eftir Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, á heimasíðu félagsins.
Þrír Færeyingar eru nú á mála hjá FH. Gunnar Nielsen er aðalmarkvörður liðsins og þá er varnarmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad einnig samningsbundinn FH en hann var lánaður til Fylkis í gær.
FH situr á toppnum í Pepsi-deild karla. Næsti leikur liðsins er gegn ÍA á Akranesi á miðvikudaginn.
Færeyskur landsliðsmaður í FH
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Gott silfur gulli betra en hvað nú?
Enski boltinn



„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“
Enski boltinn

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“
Íslenski boltinn

Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu
Fótbolti


Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina
Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna
Enski boltinn
