Fótbolti

Skotar í íslensku treyjunni og skotapilsi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hressir skotar.
Hressir skotar. mynd/skjáskot
Alison Bender, íþróttafréttamaður hjá ESPN í Bandaríkjunum, er mætt til Parísar til að fjalla um leik Íslands og Frakklands. Bender er eitt af andlitum fótboltaumfjöllunar ESPN.

Hún tók bæjarröltið í París fyrir leik og tók myndir af nokkrum íslensku stuðningsmönnum eins og sjá má hér að neðan. Þegar hún ætlaði svo að taka viðtal við hóp af Íslendingum brá henni heldur betur í brún.

Það kom nefnilega í ljós að um var að ræða Skota sem eru mættir til Parísar í skotapilsum og íslensku landsliðstreyjunni að styðja strákana okkar. Þeir tóku svo að sjálfsögðu víkingaklappið undir lokin.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×