Fótbolti

Gleðin við völd hjá Íslendingum í París | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/vilhelm
Íslenskir stuðningsmenn eru þessa stundina að gera sér glaðan dag við O'Sullivan-ölhúsið í Moulin Rouge-hverfinu í París eins og síðast þegar Ísland spilaði í höfuðborg Frakklands.

Eins og sjá má á myndum Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, var gleðin við völd hjá Íslendingunum sem kunna heldur betur að skemmta sér. Þarna eru Íslendingar á öllum aldri og allir hressir.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, er mætt með Parísar með fjölskylduna og að sjálfsögðu í íslenska landsliðsbúningnum.

Myndasyrpu Vilhelms má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

Íslenska lögreglan passar upp á mannskapinn.vísir/vilhelm
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, er mætt með fjölskylduna.vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
Andlitsmálun er mikilvæg.vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
Stemning fyrir alla á öllum aldri.vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Hannes heldur á höfði Hodgson

Heimsbyggðin fylgist heldur betur með strákunum okkar í Frakklandi og þeir koma við sögu í fjölmiðlum út um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×