Fótbolti

Robbie Fowler íslenskur til miðnættis | Þrjár milljónir styðja Ísland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fowler heldur með Íslandi í kvöld.
Fowler heldur með Íslandi í kvöld. vísir/getty
Fyrrum Liverpool-mennirnir, þeir Robbie Fowler, Luis Garcia og Patrik Berger, ræddu um leik Íslands og Frakklands á Twitter-síðum sínum í morgun.

Patrik Berger, sem spilaði 149 leiki fyrir Liverpool á árunum 1996-2003, og Luis Garcia, sem spilaði 77 leiki á árunum 2004-2007, giska á að Frakkarnir fari áfram í kvöld.

Markamaskínan úr Bítlaborginni, Robbie Fowler, segir þó að hann haldi með Íslandi í kvöld og segir Fowler að þetta sé ár litlu liðana.

Fowler skýtur aðeins á Berger og segir að á þessu ári gæti Berger kannski meira segja unnið hann í golfi.

„Ég er Íslendingur til miðnætis og svo verð ég velskur aftur," svaraði Fowler þeim Berger og Garcia. Twitt hans má sjá hér að neðan.





Um 3,4 milljónir manns hefur stofnað sér íslenskt nafn inná síðu þar sem fólk getur stutt við liðin sem eru á Evrópumótinu með því að búa sér til treyjur með nafni viðkomandi lands.

„Vá, eru þeir svo margir? Þetta er risastórt," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari hjá Drøbak Frogn í Noregi, í samtali við Verdens Gang, en Teitur er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.

Það má þar með segja að það verði að minnsta kosti 3 milljónir manna sem styðji Ísland í kvöld þegar þeir mæta heimamönnum Frakka á Stade De France í París, en flautað verður til leiks klukkan 19.00.

„Þetta er mjög stórt. Ég hef séð að fólkið í Skandinavíu styður okkur mikið. Sérstaklega í Noregi þar sem þeir eru ekki á mótinu. Skandinavía er upptekið af okkur og það er rosalega gaman," sagði Birkir Bjarnason, landsliðsmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×