Fótbolti

Alfreð: Vorum land og þjóð til sóma

Alfreð og Griezmann í leikslok.
Alfreð og Griezmann í leikslok.
Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, segir að strákarnir í íslenska landsliðinu hafi verið land og þjóð til sóma í kvöld.

„Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleik. Það breytist aldrei, en ég held að við getum litið stoltir til baka og maður verður ekki svekktur lengi eftir svona mót," sagði Alfreð í samtali við Símann.

„Þegar þú tapar svona sannfærandi á móti betra liði í dag geturu verið pirraður, en þú getur ekki verið að svekkja þig í marga, marga daga á því."

Framherjinn segir að mörkin tvö sem Frakkarnir settu á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks hafi algjörlega drepið leikinn.

„Ég hugsaði í fyrri hálfleik að fara með 2-0 inn í hálfleik væri möguleiki, að setja saman línurnar aftur og þétta okkur og spila okkar leik."

„Þessi tvö mörk í lok fyrri hálfleiks drápu leikinn, en við verðum að gefa okkur sjálfum kredit að við komum sterkir inn í síðari hálfleikinn."

„Við héldum áfram að berjast þar til á síðustu mínútu og vorum land og þjóð til sóma. Við reyndum okkar besta, en það var 5-2 tap."

Alfreð var byrjaður snemma að hita upp í fyrri hálfleik, en hann segir að þjálfarnir hafi komið að tali við sig í stöðunni í 2-0.

Staðan var hins vegar orðinn 4-0 þegar Alfreð kom svo loks inná í hálfleik, en hann segir að það hafi breytt miklu.

„Þeir töluðu við mig á 30. mínútu að ég myndi koma inná. Ég var bara að undirbúa mig. Það var leiðinlegt að koma inná í 4-0 í stað 2-0, en maður reyndi að sprikla eitthvað þarna og djöflast í þeim. Við reyndum," sagði Alfreð að lokum.


Tengdar fréttir

Giroud valinn maður leiksins

Framherjinn Olivier Giroud reyndist íslenska liðinu óþægur ljár i þúfu í kvöld og var verðlaunaður í leikslok.

Giroud: Vil hrósa íslenska liðinu

Olivier Giroud segir að leikurinn í kvöld hafi líklega verið hans besti leikur fyrir franska landsliðið á stórmóti.

Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi

"Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson.

Payet: Besti leikur okkar á EM

Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×