Fótbolti

Pogba: Skorum ekki fimm í hverjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pogba fagnar sínu marki.
Pogba fagnar sínu marki. vísir/getty
„Þetta var góður leikur og frábær sigur. Við náðum að skora fimm mörk og erum hæstánægðir með að vera komnir í undanúrslitin,“ sagði Paul Pogba sem átti frábæran leik fyrir franska liðið í kvöld.

Frakkland vann Ísland, 5-2, í 8-liða úrslitum EM en leikurinn fór fram á Stade de France í París. Frakkar mæta Þjóðverjum í undanúrslitum á fimmtudag.

„Mér gekk vel í kvöld. Ég gaf allt í þetta og það er sama hvaða hlutverk þjálfarinn gefur mér, ég mun alltaf gefa 100 prósent,“ sagði hann.

„Vonandi verður þetta áfram svona. Við munum ekki skora fimm mörk í hverjum leik en frammistaðan var góð og við erum ánægðir.“

Hann segir að Frakkar hafi viljað bæta fyrir að hafa byrjað leiki sína illa í keppninni. „Okkur tókst það en við misstum svo kraftinn í lokin. Maður lærir alltaf í hverjum leik. Nú verðum við að passa að byrja vel og enda vel og við munum laga það fyrir næsta leik.“

Hann segir að markmið Frakklands sé augljóst. „Það er mikill vilji í þessu liði. Við erum gestgjafarnir og við viljum fara alla leið. En það vilja Þjóðverjarnir líka.“


Tengdar fréttir

Giroud valinn maður leiksins

Framherjinn Olivier Giroud reyndist íslenska liðinu óþægur ljár i þúfu í kvöld og var verðlaunaður í leikslok.

Giroud: Vil hrósa íslenska liðinu

Olivier Giroud segir að leikurinn í kvöld hafi líklega verið hans besti leikur fyrir franska landsliðið á stórmóti.

Payet: Besti leikur okkar á EM

Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×