Innlent

Silfur, Hymir og Sakura samþykkt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sex ný nöfn bættust á mannanafnaskrá þegar mannanafnanefnd kom saman á í síðasta mánuði.

Nöfnin sem samþykkt voru eru karlmannsnöfnin Hymir og Hjalmar og kvenmannsnöfnin Silfur, Sakura, Linnea og Frida.

Fjórum nafnanna var hleypt í gegn án málalenginga en nefndin tók sér stund í að kanna hvort Hjalmar og Frida samræmdust ritreglum íslensks máls. Í báðum tilvikum þótti nöfnin hafa hefðað sig inn í íslenska tungu.


Tengdar fréttir

Yngveldur samþykkt en Swanhildi hafnað

Mannanafnanefnd úrskurðaði á dögunum um þó nokkuð mörg nöfn sem óskað hafði verið eftir að yrðu færð á mannanafnaskrá.

Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út

Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×