Mannanafnanefnd úrskurðaði á dögunum um þó nokkuð mörg nöfn sem óskað hafði verið eftir að yrðu færð á mannanafnaskrá. Úrskurðirnir voru birtir á vef nefndarinnar í dag.
Nefndin hafnaði millinafniu Pollux sem og kvenmannsnöfnunum Dyljá, Swanhildur og Adriana. Kvenmannsnöfnin Yngveldur, Beata og Jóhanndína voru hins vegar samþykkt.
Þá voru karlmannsnöfnin Gestar, Mummi, Sæmar, Raknar, Jötunn, Manuel, Líó, Tobbi, Freymann og Olli einnig samþykkt.
Úrskurði nefndarinnar má sjá hér.
Yngveldur samþykkt en Swanhildi hafnað

Tengdar fréttir

Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag.

Nafnið Ugluspegill fær að „njóta vafans“
Nöfnin Kinan, Silfra, List og Susie einnig samþykkt af mannanafnanefnd.