Fótbolti

Gylfi hvetur lið í ensku úrvalsdeildinni til að kaupa íslenska leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur skorað 14 mörk í 44 landsleikjum fyrir Ísland.
Gylfi hefur skorað 14 mörk í 44 landsleikjum fyrir Ísland. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson hvetur lið í ensku úrvalsdeildinni til að horfa til Íslands þegar kemur að því að kaupa leikmenn.

„Það vilja allir spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Gylfi í samtali við the Guardian.

„Þetta snýst um að vera á réttum stað á réttum tíma. Ég myndi hvetja lið í úrvalsdeildinni til að kaupa íslenska leikmenn. Þetta eru góðir strákar og góðir leikmenn,“ bætti Gylfi við en hann hefur leikið nær allan sinn feril á Englandi.

Gylfi, sem skoraði eitt mark á EM í Frakklandi, vonast til að geta hafið viðræður við Swansea City um nýjan samning á næstunni.

„Ég á tvö ár eftir af samningi mínum og er mjög ánægður hjá Swansea. Ég er ekki á förum. Ég hef ekki enn rætt við Swansea út af EM en vonandi heyri ég í þeim í þessari viku,“ sagði Gylfi sem spilaði hverja einustu mínútu á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×