Þeir dýrustu berjast í Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 06:00 vísir/epa Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti