Þeir dýrustu berjast í Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 06:00 vísir/epa Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira