Fótbolti

Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Arnar sagði frá þessu í lok þáttarins þegar kom að því að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð F-riðilsins en sá leikur fer fram á morgun.

„Má ég koma með eina skemmtilega sögu," byrjaði Arnar Gunnlaugsson og Hörður Magnússon gaf honum orðið.

„Ég hitti Eið Smára þegar landsliðshópurinn var tilkynntur og við fengum að vita hverja við vorum að fara að spila við. Hann sagði þá við mig: Ég er með handritið að mínu EM," sagði Arnar og hélt áfram:

„Þetta er sönn saga en þetta sagði hann: Við gerum jafntefli við Portúgal og ég mun ekkert spila. Ég kem inn á móti Ungverjum og það mun enda jafntefli. Ég mun síðan skora sigurmarkið á móti Austurríki og við komust áfram í sextán liða úrslit," sagði Arnar.

Arnar var búinn að spá leiknum 1-1 en ákvað að breytta spánni. „Ég ætla að breyta spánni minni. Við vinnum 1-0 og hann gerir sigurmarkið," sagði Arnar og átti þá við Eið Smára Guðjohnsen.

Það má sjá Arnar segja frá þessu í myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Eiður Smári: Vil ekki að þetta hætti

"Þetta er eins og að fara í Disneyland í fyrsta skipti,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um upplifun sína af EM í Frakklandi til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×