Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2016 13:45 Eiður Smári Guðjohnsen þarf ekki einu sinni að spila til að hafa áhrif. vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, sagði á blaðamannafundi í dag að það væri frábært að vera með Eið Smára Guðjohnsen í hópnum. Þessi reynslumesti leikmaður liðsins og sá markahæsti frá upphafi kom ekkert við sögu í leiknum gegn Portúgal en Jóhann sagði hann hokinn af reynslu og að hann hefði séð flesta hluti í fótboltanum.Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund strákanna okkar í heild sinni | Myndband Hann hrósaði þeim sem komu ekki við sögu í leiknum og sagði að hópurinn væri samheldinn og þeir sem spiluðu leikina nytu mikils stuðnings hjá hinum. „Það getur verið erfitt fyrir suma leikmenn að spila ekki en við finnum ekki fyrir neinu svoleiðis. Það er frábært að þeir styðja okkur sem spilum og eru auðvitað klárir ef einhver meiðist,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vesen með þetta. Það er jákvæðni í hópnum og það hefur verið okkar styrkleiki undanfarin ár. Það hefur aldrei verið neitt vesen í hópnum og allir að róa í sömu átt. Það heldur áfram hérna.“ Eftir leikinn töluðu sumir um að Eiður Smári hefði verið lykilmaður í sigrinum en Theodór Elmar Bjarnason fór lengra og sagði hann þann mikilvægasta þrátt fyrir að Eiður spilaði ekki mínútu. „Þetta var ákveðinn hlutur sem Eiður sagði á liðsfundi. Þau orð voru mjög góð og höfðu góð áhrif á hópinn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kári Árnason: Maður þekkir helminginn af fólkinu í stúkunni "Það gerði þetta extra specilal,“ sagði Kári sem fékk faðmlög frá vinum sínum í Saint-Étienne. 16. júní 2016 09:22 Aron Einar var tæpur fyrir Portúgalsleikinn "Við vorum með plan a og plan b,“ segir Heimir Hallgrímsson. 16. júní 2016 09:37 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Jói Berg fann ekki fjölskylduna sína "Ef þið sjáið sex manns klædda í appelsínugult í Marseille, þá er það fjölskyldan hans Jóa,“ sagði Heimir Hallgrímsson. 16. júní 2016 09:18 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, sagði á blaðamannafundi í dag að það væri frábært að vera með Eið Smára Guðjohnsen í hópnum. Þessi reynslumesti leikmaður liðsins og sá markahæsti frá upphafi kom ekkert við sögu í leiknum gegn Portúgal en Jóhann sagði hann hokinn af reynslu og að hann hefði séð flesta hluti í fótboltanum.Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund strákanna okkar í heild sinni | Myndband Hann hrósaði þeim sem komu ekki við sögu í leiknum og sagði að hópurinn væri samheldinn og þeir sem spiluðu leikina nytu mikils stuðnings hjá hinum. „Það getur verið erfitt fyrir suma leikmenn að spila ekki en við finnum ekki fyrir neinu svoleiðis. Það er frábært að þeir styðja okkur sem spilum og eru auðvitað klárir ef einhver meiðist,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vesen með þetta. Það er jákvæðni í hópnum og það hefur verið okkar styrkleiki undanfarin ár. Það hefur aldrei verið neitt vesen í hópnum og allir að róa í sömu átt. Það heldur áfram hérna.“ Eftir leikinn töluðu sumir um að Eiður Smári hefði verið lykilmaður í sigrinum en Theodór Elmar Bjarnason fór lengra og sagði hann þann mikilvægasta þrátt fyrir að Eiður spilaði ekki mínútu. „Þetta var ákveðinn hlutur sem Eiður sagði á liðsfundi. Þau orð voru mjög góð og höfðu góð áhrif á hópinn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kári Árnason: Maður þekkir helminginn af fólkinu í stúkunni "Það gerði þetta extra specilal,“ sagði Kári sem fékk faðmlög frá vinum sínum í Saint-Étienne. 16. júní 2016 09:22 Aron Einar var tæpur fyrir Portúgalsleikinn "Við vorum með plan a og plan b,“ segir Heimir Hallgrímsson. 16. júní 2016 09:37 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Jói Berg fann ekki fjölskylduna sína "Ef þið sjáið sex manns klædda í appelsínugult í Marseille, þá er það fjölskyldan hans Jóa,“ sagði Heimir Hallgrímsson. 16. júní 2016 09:18 Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Kári Árnason: Maður þekkir helminginn af fólkinu í stúkunni "Það gerði þetta extra specilal,“ sagði Kári sem fékk faðmlög frá vinum sínum í Saint-Étienne. 16. júní 2016 09:22
Aron Einar var tæpur fyrir Portúgalsleikinn "Við vorum með plan a og plan b,“ segir Heimir Hallgrímsson. 16. júní 2016 09:37
Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00
Jói Berg fann ekki fjölskylduna sína "Ef þið sjáið sex manns klædda í appelsínugult í Marseille, þá er það fjölskyldan hans Jóa,“ sagði Heimir Hallgrímsson. 16. júní 2016 09:18
Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við okkar menn "Siggi fór yfir, en þeir vildu ekki sjá Sigga greyið,“ sagði Jóhann Berg 16. júní 2016 09:07