60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 19:45 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heldur áfram að brjóta blað í sögu EM. Ekki nóg með að vera að þreyta frumraun sína og vera smæsta þjóðin frá upphafi til að taka þátt er hún aðeins sú þriðja í sögunni sem tapar ekki leik í riðlakeppninni á sínu fyrsta Evrópumóti. „Ég vissi þetta ekki en skemmtileg tölfræði. Þetta sýnir nú mest bara karakterinn hjá þessum strákum sem við eigum og hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig fyrir árangur er eitthvað til eftirbreytni fyrir alla. Það er gott fyrir alla að sjá sem stunda fótbolta að viljinn ber mann ansi langt,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við íþróttadeild 365. Sigurmarkið í leiknum skoraði Arnór Ingvi Traustason í uppbótartíma en það sem hefur vakið athygli í markinu er magnaður sprettur Birkis Bjarnasonar sem er búinn að spila allar mínútur Íslands á mótinu. „Það sem er svo skemmtilegt við þessa síðustu sókn er að Birkir hafði það í sér að taka 60 metra sprett í lokin. Þessi 60 metra sprettur, eins erfiður og hann var fyrir Birki, keypti okkur tveggja daga frí. Við getum hrósað okkur fyrir það, að hann keypti tveggja daga frí handa öllum með því að leggja á sig þennan sprett ásamt Elmari og Arnóri Ingva,“ segir Heimir. Skiptingarnar gengu frábærlega upp hjá þjálfurunum en þeir Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason skiluðu allir frábæru framlagi sem stuðlaði að sigri Íslands. „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum. Þeir komu inn á með rétt hugarfar. Þeir voru kúl og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15 Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heldur áfram að brjóta blað í sögu EM. Ekki nóg með að vera að þreyta frumraun sína og vera smæsta þjóðin frá upphafi til að taka þátt er hún aðeins sú þriðja í sögunni sem tapar ekki leik í riðlakeppninni á sínu fyrsta Evrópumóti. „Ég vissi þetta ekki en skemmtileg tölfræði. Þetta sýnir nú mest bara karakterinn hjá þessum strákum sem við eigum og hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja á sig fyrir árangur er eitthvað til eftirbreytni fyrir alla. Það er gott fyrir alla að sjá sem stunda fótbolta að viljinn ber mann ansi langt,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við íþróttadeild 365. Sigurmarkið í leiknum skoraði Arnór Ingvi Traustason í uppbótartíma en það sem hefur vakið athygli í markinu er magnaður sprettur Birkis Bjarnasonar sem er búinn að spila allar mínútur Íslands á mótinu. „Það sem er svo skemmtilegt við þessa síðustu sókn er að Birkir hafði það í sér að taka 60 metra sprett í lokin. Þessi 60 metra sprettur, eins erfiður og hann var fyrir Birki, keypti okkur tveggja daga frí. Við getum hrósað okkur fyrir það, að hann keypti tveggja daga frí handa öllum með því að leggja á sig þennan sprett ásamt Elmari og Arnóri Ingva,“ segir Heimir. Skiptingarnar gengu frábærlega upp hjá þjálfurunum en þeir Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason skiluðu allir frábæru framlagi sem stuðlaði að sigri Íslands. „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum. Þeir komu inn á með rétt hugarfar. Þeir voru kúl og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15 Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy Strákarnir í landsliðinu sýndu Lars Lagerbäck myndskeiðið sem fór út um alla heimsbyggðina eftir leik Íslands og Austurríkis í gær. 23. júní 2016 19:15
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn Austurríki í gær. 23. júní 2016 14:15
Aðallýsandi BBC velur Hannes í úrvalslið sitt Guy Mowbray, einn þekktasti knattspyrnulýsandi Bretlands, var fenginn til að velja úrvalslið riðlakeppninnar á EM 2016 fyrir BBC. 23. júní 2016 18:00
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22
Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45
Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12