Svona fór Garðar Gunnlaugs að því að skjóta niður KR-inga | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 21:40 Garðar Gunnlaugsson fagnar sigurmarki sínu. Mynd/Stöð 2 Sport Skagamenn unnu ótrúlegan endurkomusigur á KR-vellinum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og þeir geta þakkað það útsjónarsemi eins manns. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk á síðustu sjö mínútunum og tryggði Skagamönnum fyrsta deildarsigur sinn síðan 12. maí eða í 42 daga. KR-ingar komust í 1-0 eftir einstaklingsframtak Kennie Knak Chopart á 53. mínútu og það stefndi lengi í langþráðan KR-sigur. Skagamenn voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu og að lítið hafi gengið hjá liðinu í undanförnum leikjum. Garðar jafnaði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Gunnar Þór Gunnarsson varði skot Ásgeirs Marteinssonar með hendi en Garðar gaf boltann á Ásgeir. Garðar skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni en markið kom á 83. mínútu leiksins. Leiktíminn var síðan að renna út þegar Garðar Gunnlaugsson nýtti sér vel klaufaskap Stefáns Loga Magnússonar í markinu. Stefán Logi kom út úr teignum til að skalla frá útspark Árna Snæs Ólafssonar í Skaga markinu en það tókst ekki betur hjá honum en boltinn fór beint til Garðars. Garðar var langt fyrir utan teig en var fljótur að hugsa og skaut boltanum yfir Stefán Loga og í markið. Garðar var ekki með þessu aðeins að vinna KR-liðið heldur einnig Arnar Gunnlaugsson bróður sinn sem er nýtekinn við sem einn af aðstoðarþjálfurum Bjarna Guðjónssonar. Það er hægt að sjá öll mörkin í leiknum hér fyrir neðan.Mörkin úr leik KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00 Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25 Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Skagamenn unnu ótrúlegan endurkomusigur á KR-vellinum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og þeir geta þakkað það útsjónarsemi eins manns. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk á síðustu sjö mínútunum og tryggði Skagamönnum fyrsta deildarsigur sinn síðan 12. maí eða í 42 daga. KR-ingar komust í 1-0 eftir einstaklingsframtak Kennie Knak Chopart á 53. mínútu og það stefndi lengi í langþráðan KR-sigur. Skagamenn voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu og að lítið hafi gengið hjá liðinu í undanförnum leikjum. Garðar jafnaði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Gunnar Þór Gunnarsson varði skot Ásgeirs Marteinssonar með hendi en Garðar gaf boltann á Ásgeir. Garðar skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni en markið kom á 83. mínútu leiksins. Leiktíminn var síðan að renna út þegar Garðar Gunnlaugsson nýtti sér vel klaufaskap Stefáns Loga Magnússonar í markinu. Stefán Logi kom út úr teignum til að skalla frá útspark Árna Snæs Ólafssonar í Skaga markinu en það tókst ekki betur hjá honum en boltinn fór beint til Garðars. Garðar var langt fyrir utan teig en var fljótur að hugsa og skaut boltanum yfir Stefán Loga og í markið. Garðar var ekki með þessu aðeins að vinna KR-liðið heldur einnig Arnar Gunnlaugsson bróður sinn sem er nýtekinn við sem einn af aðstoðarþjálfurum Bjarna Guðjónssonar. Það er hægt að sjá öll mörkin í leiknum hér fyrir neðan.Mörkin úr leik KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00 Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25 Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00
Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25
Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45