Svona fór Garðar Gunnlaugs að því að skjóta niður KR-inga | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 21:40 Garðar Gunnlaugsson fagnar sigurmarki sínu. Mynd/Stöð 2 Sport Skagamenn unnu ótrúlegan endurkomusigur á KR-vellinum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og þeir geta þakkað það útsjónarsemi eins manns. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk á síðustu sjö mínútunum og tryggði Skagamönnum fyrsta deildarsigur sinn síðan 12. maí eða í 42 daga. KR-ingar komust í 1-0 eftir einstaklingsframtak Kennie Knak Chopart á 53. mínútu og það stefndi lengi í langþráðan KR-sigur. Skagamenn voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu og að lítið hafi gengið hjá liðinu í undanförnum leikjum. Garðar jafnaði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Gunnar Þór Gunnarsson varði skot Ásgeirs Marteinssonar með hendi en Garðar gaf boltann á Ásgeir. Garðar skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni en markið kom á 83. mínútu leiksins. Leiktíminn var síðan að renna út þegar Garðar Gunnlaugsson nýtti sér vel klaufaskap Stefáns Loga Magnússonar í markinu. Stefán Logi kom út úr teignum til að skalla frá útspark Árna Snæs Ólafssonar í Skaga markinu en það tókst ekki betur hjá honum en boltinn fór beint til Garðars. Garðar var langt fyrir utan teig en var fljótur að hugsa og skaut boltanum yfir Stefán Loga og í markið. Garðar var ekki með þessu aðeins að vinna KR-liðið heldur einnig Arnar Gunnlaugsson bróður sinn sem er nýtekinn við sem einn af aðstoðarþjálfurum Bjarna Guðjónssonar. Það er hægt að sjá öll mörkin í leiknum hér fyrir neðan.Mörkin úr leik KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00 Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25 Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Skagamenn unnu ótrúlegan endurkomusigur á KR-vellinum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og þeir geta þakkað það útsjónarsemi eins manns. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk á síðustu sjö mínútunum og tryggði Skagamönnum fyrsta deildarsigur sinn síðan 12. maí eða í 42 daga. KR-ingar komust í 1-0 eftir einstaklingsframtak Kennie Knak Chopart á 53. mínútu og það stefndi lengi í langþráðan KR-sigur. Skagamenn voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu og að lítið hafi gengið hjá liðinu í undanförnum leikjum. Garðar jafnaði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Gunnar Þór Gunnarsson varði skot Ásgeirs Marteinssonar með hendi en Garðar gaf boltann á Ásgeir. Garðar skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni en markið kom á 83. mínútu leiksins. Leiktíminn var síðan að renna út þegar Garðar Gunnlaugsson nýtti sér vel klaufaskap Stefáns Loga Magnússonar í markinu. Stefán Logi kom út úr teignum til að skalla frá útspark Árna Snæs Ólafssonar í Skaga markinu en það tókst ekki betur hjá honum en boltinn fór beint til Garðars. Garðar var langt fyrir utan teig en var fljótur að hugsa og skaut boltanum yfir Stefán Loga og í markið. Garðar var ekki með þessu aðeins að vinna KR-liðið heldur einnig Arnar Gunnlaugsson bróður sinn sem er nýtekinn við sem einn af aðstoðarþjálfurum Bjarna Guðjónssonar. Það er hægt að sjá öll mörkin í leiknum hér fyrir neðan.Mörkin úr leik KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00 Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25 Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 23. júní 2016 21:00
Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld. 23. júní 2016 20:25
Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum. 23. júní 2016 22:45