Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Þrjú stig en tvö rauð spjöld hjá Stjörnumönnum Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 23. júní 2016 21:00 Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Þetta var fyrsti sigur Stjörnuliðsins í Pepsi-deildinni síðan 12. maí en liðið hafði aðeins fengið tvö stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og dregist aftur úr í toppbaráttunni. Arnar Már Björgvinsson skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu en Stjarnan hefndi þarna fyrir bikartap á móti Eyjamönnum á sama stað á dögunum. Þetta var baráttuleikur og mikið um pústra. Tveir Stjörnumenn fengu rautt spjald, þjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson var rekinn upp úr stúku og Guðjón Baldvinsson fékk svo beint rautt spjald í uppbótartíma leiksins fyrir að slá til Sindra Snæs Magnússonar.Af hverju vann Stjarnan? Leikurinn var fremur jafn en Stjörnumenn voru einfaldlega beittari í sínum sóknaraðgerðum. Eftir rólega byrjun fóru Garðbæingar í gang og luku sínum besta kafla í leiknum með marki. Arnar Már batt þá endahnútinn á þunga sókn heimamanna. Í seinni hálfleik létu Eyjamenn meira að sér kveða en voru ekki nógu hættulegir fram á við. Hafsteinn Briem fékk úrvalsfæri eftir aukaspyrnu og Charles Vernam átti hörkuskot framhjá en annað var það ekki. Varnarleikur Stjörnunnar var góður og liðið hélt hreinu í fyrsta sinn síðan í 6-0 sigrinum á Þrótti 12. maí.Þessir stóðu upp úr Rúnar Páll breytti um miðvarðapar í fyrsta sinn á tímabilinu og lét Brynjar Gauta Guðjónsson og Daníel Laxdal spila saman í miðri vörninni. Og það gaf góða raun. Þeir félagar voru traustir í leiknum í kvöld sem og Þorri Geir Rúnarsson á miðjunni. Þá var Guðjón Baldvinsson sívinnandi í framlínunni. Miðverðir Eyjamanna, Hafsteinn og Avni Pepa, áttu ágætis leik en allt bit vantaði í sóknarleik liðsins.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var ekki upp á marga fiska. Þeir komust oft í fínar stöður en það vantaði gæði í úrslitasendingar og fyrirgjafir liðsins. Fremstu menn ÍBV geta betur en þeir sýndu í kvöld. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, átti einnig erfitt uppdráttar. Lítið samræmi var í ákvörðunum hans og hann réði illa við verkefnið.Hvað gerist næst? Stjörnumenn eru komnir upp í 4. sæti deildarinnar og eiga næst leik gegn ÍA á útivelli á miðvikudaginn kemur. Eyjamenn hafa tapað tveimur leikjum í röð án þess að skora mark og þeir þurfa að lappa upp á sóknarleikinn fyrir næsta leik sem er gegn Breiðabliki í Borgunarbikarnum eftir rúma viku.Brynjar Björn: Þurftum á þessum sigri að halda „Mér sýndist Eyjamaðurinn hanga í honum og hann var að reyna að rífa sig lausan. Ég sá þetta ekki nógu vel en mér sýndist það vera málið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, eftir leik um rauða spjaldið sem Guðjón Baldvinsson fékk í uppbótartíma leiksins gegn ÍBV. „Hann slengir hendinni út en það voru verri brot í leiknum heldur þetta,“ bætti Brynjar við en Guðjóni var bannað að koma í viðtal eftir leik. Stjörnumenn voru ósáttir við störf Þorvaldar Árnasonar í kvöld og vildu fá rautt spjald á Jón Ingason sem virtist toga Ævar Inga Jóhannesson niður þegar hann var kominn einn í gegn. Í kjölfarið var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sendur upp í stúku. „Við erum ekkert í því að heimta rauð spjöld út um allan völl en þegar það er hangið í leikmanni sem er kominn í gegn þá er það rautt spjald samkvæmt reglunum,“ sagði Brynjar sem sá batamerki á leik Stjörnunnar í kvöld eftir erfitt gengi að undanförnu. „Við skoruðum gott mark eftir fína pressu. Þetta var baráttuleikur og þess vegna komu nokkur gul spjöld. Við þurftum á sigri að halda og þetta voru kærkomin þrjú stig,“ sagði Brynjar en hver var mesti munurinn á þessum leik og síðustu þremur sem allir töpuðust. „Hugarfarið, menn núllstilltu sig meðan pásan var og við fórum aðeins yfir stöðuna. Við þurfum að mæta 100% til leiks í alla leiki,“ sagði Brynjar Björn að lokum.Bjarni: Vantaði gæði á síðustu 20 metrunum Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sagði að það hefði vantað brodd í sóknarleik Eyjamanna í kvöld. „Það vantaði gæðin á síðustu 20 metrunum. Við vorum mjög álitlegir og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við áttum fín upphlaup og hér um bil upphlaup,“ sagði Bjarni eftir leik. „Það sem skilur þessi lið að í dag er að við gerum ein mistök í varnarleiknum í fyrri hálfleik og þeir náðu inn marki. En þetta var hnífjafn leikur sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Okkur vantaði meiri neista og græðgi inni í teignum.“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson er enn frá vegna meiðsla. En er það ekki í svona leikjum sem Eyjamenn sakna þessa öfluga framherja hvað mest? „Við söknum hans þótt hann sé ekkert búinn að spila með okkur í sumar. Það hefði verið fínt að hafa hann. Okkur er búið að mistakast að skora í tveimur leikjum í röð og verðum að reyna að laga það,“ sagði Bjarni sem var að öðru leyti ágætlega sáttur með leik sinna manna. „Við spiluðum ágætlega og þetta var jafn leikur á erfiðum útivelli. Við verðum bara að gera betur, fá boltann fyrir markið og fylla teiginn því annars skorum við ekki.“Sigurmark Stjörnunnar á móti ÍBV Jóhann Laxdal kom inn í byrjunarliðið og Stjörnumenn fögnuðu sigri.Vísir/Eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Stjörnumenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í deild og bikar með því að vinna 1-0 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Þetta var fyrsti sigur Stjörnuliðsins í Pepsi-deildinni síðan 12. maí en liðið hafði aðeins fengið tvö stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og dregist aftur úr í toppbaráttunni. Arnar Már Björgvinsson skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu en Stjarnan hefndi þarna fyrir bikartap á móti Eyjamönnum á sama stað á dögunum. Þetta var baráttuleikur og mikið um pústra. Tveir Stjörnumenn fengu rautt spjald, þjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson var rekinn upp úr stúku og Guðjón Baldvinsson fékk svo beint rautt spjald í uppbótartíma leiksins fyrir að slá til Sindra Snæs Magnússonar.Af hverju vann Stjarnan? Leikurinn var fremur jafn en Stjörnumenn voru einfaldlega beittari í sínum sóknaraðgerðum. Eftir rólega byrjun fóru Garðbæingar í gang og luku sínum besta kafla í leiknum með marki. Arnar Már batt þá endahnútinn á þunga sókn heimamanna. Í seinni hálfleik létu Eyjamenn meira að sér kveða en voru ekki nógu hættulegir fram á við. Hafsteinn Briem fékk úrvalsfæri eftir aukaspyrnu og Charles Vernam átti hörkuskot framhjá en annað var það ekki. Varnarleikur Stjörnunnar var góður og liðið hélt hreinu í fyrsta sinn síðan í 6-0 sigrinum á Þrótti 12. maí.Þessir stóðu upp úr Rúnar Páll breytti um miðvarðapar í fyrsta sinn á tímabilinu og lét Brynjar Gauta Guðjónsson og Daníel Laxdal spila saman í miðri vörninni. Og það gaf góða raun. Þeir félagar voru traustir í leiknum í kvöld sem og Þorri Geir Rúnarsson á miðjunni. Þá var Guðjón Baldvinsson sívinnandi í framlínunni. Miðverðir Eyjamanna, Hafsteinn og Avni Pepa, áttu ágætis leik en allt bit vantaði í sóknarleik liðsins.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var ekki upp á marga fiska. Þeir komust oft í fínar stöður en það vantaði gæði í úrslitasendingar og fyrirgjafir liðsins. Fremstu menn ÍBV geta betur en þeir sýndu í kvöld. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, átti einnig erfitt uppdráttar. Lítið samræmi var í ákvörðunum hans og hann réði illa við verkefnið.Hvað gerist næst? Stjörnumenn eru komnir upp í 4. sæti deildarinnar og eiga næst leik gegn ÍA á útivelli á miðvikudaginn kemur. Eyjamenn hafa tapað tveimur leikjum í röð án þess að skora mark og þeir þurfa að lappa upp á sóknarleikinn fyrir næsta leik sem er gegn Breiðabliki í Borgunarbikarnum eftir rúma viku.Brynjar Björn: Þurftum á þessum sigri að halda „Mér sýndist Eyjamaðurinn hanga í honum og hann var að reyna að rífa sig lausan. Ég sá þetta ekki nógu vel en mér sýndist það vera málið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, eftir leik um rauða spjaldið sem Guðjón Baldvinsson fékk í uppbótartíma leiksins gegn ÍBV. „Hann slengir hendinni út en það voru verri brot í leiknum heldur þetta,“ bætti Brynjar við en Guðjóni var bannað að koma í viðtal eftir leik. Stjörnumenn voru ósáttir við störf Þorvaldar Árnasonar í kvöld og vildu fá rautt spjald á Jón Ingason sem virtist toga Ævar Inga Jóhannesson niður þegar hann var kominn einn í gegn. Í kjölfarið var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sendur upp í stúku. „Við erum ekkert í því að heimta rauð spjöld út um allan völl en þegar það er hangið í leikmanni sem er kominn í gegn þá er það rautt spjald samkvæmt reglunum,“ sagði Brynjar sem sá batamerki á leik Stjörnunnar í kvöld eftir erfitt gengi að undanförnu. „Við skoruðum gott mark eftir fína pressu. Þetta var baráttuleikur og þess vegna komu nokkur gul spjöld. Við þurftum á sigri að halda og þetta voru kærkomin þrjú stig,“ sagði Brynjar en hver var mesti munurinn á þessum leik og síðustu þremur sem allir töpuðust. „Hugarfarið, menn núllstilltu sig meðan pásan var og við fórum aðeins yfir stöðuna. Við þurfum að mæta 100% til leiks í alla leiki,“ sagði Brynjar Björn að lokum.Bjarni: Vantaði gæði á síðustu 20 metrunum Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sagði að það hefði vantað brodd í sóknarleik Eyjamanna í kvöld. „Það vantaði gæðin á síðustu 20 metrunum. Við vorum mjög álitlegir og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við áttum fín upphlaup og hér um bil upphlaup,“ sagði Bjarni eftir leik. „Það sem skilur þessi lið að í dag er að við gerum ein mistök í varnarleiknum í fyrri hálfleik og þeir náðu inn marki. En þetta var hnífjafn leikur sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Okkur vantaði meiri neista og græðgi inni í teignum.“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson er enn frá vegna meiðsla. En er það ekki í svona leikjum sem Eyjamenn sakna þessa öfluga framherja hvað mest? „Við söknum hans þótt hann sé ekkert búinn að spila með okkur í sumar. Það hefði verið fínt að hafa hann. Okkur er búið að mistakast að skora í tveimur leikjum í röð og verðum að reyna að laga það,“ sagði Bjarni sem var að öðru leyti ágætlega sáttur með leik sinna manna. „Við spiluðum ágætlega og þetta var jafn leikur á erfiðum útivelli. Við verðum bara að gera betur, fá boltann fyrir markið og fylla teiginn því annars skorum við ekki.“Sigurmark Stjörnunnar á móti ÍBV Jóhann Laxdal kom inn í byrjunarliðið og Stjörnumenn fögnuðu sigri.Vísir/Eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira