Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 18:30 Orkumótið fer fram í Vestmannaeyjum árlega. Mótið hét áður Tommamótið og svo Shell-mótið. Mynd af Facebook-síðu Orkumótsins Ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum að meina stúlku í Gróttu að spila svokallaðan landsleik um helgina hefur vakið athygli. Stúlkan, sem er svo efnileg að hún fær að æfa og spila með strákunum í Gróttu eins og reglur KSÍ leyfa, var valin sem fulltrúi Gróttu í landsleikinn. Hvert félag velur einn fulltrúa í leikinn sem spilaður er á aðalvelli ÍBV og þykir mikill heiður að vera valinn. Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, vakti athygli á ákvörðun mótsstjórnar fyrr í dag. Hún væri gamaldags að hans mati og því hefði hann ákveðið að vekja athygli á henni. „Þetta var bara ákvörðun sem var tekin af mótsstjórninni og einfaldlega á þeim forsendum að mótið er fyrir stráka þótt við höfum í gegnum árin leyft stelpum frá þeim félögum, sem hafa jafnvel ekki verið með kvennaflokka, að leyfa þeim að vera með,“ segir Björgvin Eyjólfsson í mótsstjórn Orkumótsins. „Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ bætir hann við. „Við erum með annað mót fyrir stelpur,“ segir hann og vísar til TM mótsins.Leiðinlegt fyrir stelpunaBjörgvin segir að auðvitað væri hægt að leyfa stelpum að vera með. Þá þyrfti bara að breyta reglunum. „Þetta er bara stefna sem mótið hefur. Það er fyrir stráka nema í undantekningartilfellum,“ segir Björgvin. Honum finnst þjálfarar Gróttu ekki hafa höndlað málið á réttan hátt. „Þetta var auðvitað leiðinlegt því þeir voru búnir að tilkynna stelpunni að hún myndi spila áður en þeir tilkynntu okkur þetta. Það kom okkur afskaplega á óvart að þeir skyldu vera búnir að því,“ segir Björgvin en stelpan fékk ekki að spila landsleikinn og varð að vonum vonsvikinn. Björgvin hefði kosið að haft hefði verið samband við mótsstjórn áður en stelpunni var tilkynnt um valið. „Þetta er mjög leiðinlegt stelpunnar vegna en þetta er ákvörðun sem var tekin og við hana var staðið. Þannig verður það áfram,“ segir Björgvin. Ekki er á honum að heyra að nein breyting verði í þeim efnum. Aldrei hvarflað að neinum Að sögn Björgvins hefur svona aðstaða aldrei komið upp áður á Orkumótinu, sem áður hét Shellmótið og er löngu orðinn fastur liður hjá strákum og einstaka stelpum í 6. flokki í knattspyrnu. „Það hefur aldrei hvarflað að neinu félagi að velja stelpu í landsliðið,“ segir Björgvin. „Þetta er bara lína sem mótsstjórn hefur fylgt í gegnum árin og kemur til með að gera það áfram“ Ef þeir ætluðu að breyta reglunum þá myndu Eyjamenn við bjóða upp á mót fyrir blönduð lið, stráka og stelpur. „Það myndi ekki hvarfla að neinum að senda strák á TM-mótið. Þegar verið er að tala um jafnrétti þá ætti það að virka í báðar áttir.“ Gekk að öðru leyti vel Björgvin minnir á að Grótta er með sína kvennaflokka, sem voru með lið á TM-mótinu. Honum sé ekki kunnugt um að umrædd stúlka hafi spilað á TM-mótinu. „Ef hún er svona góð, af hverju spilar hún ekki upp fyrir sig í flokkum kvennamegin?“ spyr Björgvin. Aðspurður hvort það ætti ekki að ganga upp að hún spili með jafnöldrum sínum, aðeins tíu ára gömul, frekar en að vera að spila með eldri stelpum segir Björgvin: „Ef við tökum þá ákvörðun að hafa stelpur í liðunum tilkynnum við það. Það stendur á heimasíðu mótsins að þetta er drengjamót og verður það áfram. KSÍ auglýsir það þannig og við gerum það þannig.“ Björgvin segir að mótshald hafi að öðru leyti tekist mjög vel um helgina. „Það gekk allt afskaplega vel,“ segir hann en 108 lið kepptu á mótinu og spilaðir voru yfir 600 leikir. „Ég held að í heildina hafi fólk farið afskaplega sátt frá mótinu.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum að meina stúlku í Gróttu að spila svokallaðan landsleik um helgina hefur vakið athygli. Stúlkan, sem er svo efnileg að hún fær að æfa og spila með strákunum í Gróttu eins og reglur KSÍ leyfa, var valin sem fulltrúi Gróttu í landsleikinn. Hvert félag velur einn fulltrúa í leikinn sem spilaður er á aðalvelli ÍBV og þykir mikill heiður að vera valinn. Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, vakti athygli á ákvörðun mótsstjórnar fyrr í dag. Hún væri gamaldags að hans mati og því hefði hann ákveðið að vekja athygli á henni. „Þetta var bara ákvörðun sem var tekin af mótsstjórninni og einfaldlega á þeim forsendum að mótið er fyrir stráka þótt við höfum í gegnum árin leyft stelpum frá þeim félögum, sem hafa jafnvel ekki verið með kvennaflokka, að leyfa þeim að vera með,“ segir Björgvin Eyjólfsson í mótsstjórn Orkumótsins. „Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ bætir hann við. „Við erum með annað mót fyrir stelpur,“ segir hann og vísar til TM mótsins.Leiðinlegt fyrir stelpunaBjörgvin segir að auðvitað væri hægt að leyfa stelpum að vera með. Þá þyrfti bara að breyta reglunum. „Þetta er bara stefna sem mótið hefur. Það er fyrir stráka nema í undantekningartilfellum,“ segir Björgvin. Honum finnst þjálfarar Gróttu ekki hafa höndlað málið á réttan hátt. „Þetta var auðvitað leiðinlegt því þeir voru búnir að tilkynna stelpunni að hún myndi spila áður en þeir tilkynntu okkur þetta. Það kom okkur afskaplega á óvart að þeir skyldu vera búnir að því,“ segir Björgvin en stelpan fékk ekki að spila landsleikinn og varð að vonum vonsvikinn. Björgvin hefði kosið að haft hefði verið samband við mótsstjórn áður en stelpunni var tilkynnt um valið. „Þetta er mjög leiðinlegt stelpunnar vegna en þetta er ákvörðun sem var tekin og við hana var staðið. Þannig verður það áfram,“ segir Björgvin. Ekki er á honum að heyra að nein breyting verði í þeim efnum. Aldrei hvarflað að neinum Að sögn Björgvins hefur svona aðstaða aldrei komið upp áður á Orkumótinu, sem áður hét Shellmótið og er löngu orðinn fastur liður hjá strákum og einstaka stelpum í 6. flokki í knattspyrnu. „Það hefur aldrei hvarflað að neinu félagi að velja stelpu í landsliðið,“ segir Björgvin. „Þetta er bara lína sem mótsstjórn hefur fylgt í gegnum árin og kemur til með að gera það áfram“ Ef þeir ætluðu að breyta reglunum þá myndu Eyjamenn við bjóða upp á mót fyrir blönduð lið, stráka og stelpur. „Það myndi ekki hvarfla að neinum að senda strák á TM-mótið. Þegar verið er að tala um jafnrétti þá ætti það að virka í báðar áttir.“ Gekk að öðru leyti vel Björgvin minnir á að Grótta er með sína kvennaflokka, sem voru með lið á TM-mótinu. Honum sé ekki kunnugt um að umrædd stúlka hafi spilað á TM-mótinu. „Ef hún er svona góð, af hverju spilar hún ekki upp fyrir sig í flokkum kvennamegin?“ spyr Björgvin. Aðspurður hvort það ætti ekki að ganga upp að hún spili með jafnöldrum sínum, aðeins tíu ára gömul, frekar en að vera að spila með eldri stelpum segir Björgvin: „Ef við tökum þá ákvörðun að hafa stelpur í liðunum tilkynnum við það. Það stendur á heimasíðu mótsins að þetta er drengjamót og verður það áfram. KSÍ auglýsir það þannig og við gerum það þannig.“ Björgvin segir að mótshald hafi að öðru leyti tekist mjög vel um helgina. „Það gekk allt afskaplega vel,“ segir hann en 108 lið kepptu á mótinu og spilaðir voru yfir 600 leikir. „Ég held að í heildina hafi fólk farið afskaplega sátt frá mótinu.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Framkvæmdastjóri ÍBV segir málið félaginu ekki til sóma. Stjórnarmaður í fimleikadeild Hattar segir holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. 28. júlí 2015 15:49
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent