Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júní 2016 08:45 Mateen lést í átökum við lögreglu eftir að hafa myrt 49 manns. Vísir/EPA Omar Mateen, maðurinn sem myrti tæplega fimmtíu borgara á skemmtistaðnum Pulse í Flórída á sunnudag, hafði sést á staðnum nokkrum sinnum sjálfur. Pulse er skemmtistaður fyrir samkynhneigða. Greint er frá því á Sky news að að minnsta kosti fjórir hafi greint frá því að þeir hafi séð Mateen á staðnum fyrir þetta kvöld. Einn fastakúnni staðarins sagðist í raun hafa séð Mateen oftar en tíu sinnum. „Hann fór stundum út í horn og drakk einn. En stundum varð hann svo fullur að hann varð hávær og árásargjarn. Við töluðum ekki mikið við hann en ég man að hann talaði eitthvað um pabba sinn,“ sagði maðurinn sem heitir Ty Smith. „Hann sagði okkur að hann ætti konu og barn.“ Kevin West, annar fastagestur á Pulse, sagði Mateen hafa sent sér skilaboð í gegnum smáforrit fyrir samkynhneigða. Sagði hann samskiptin hafa verið í gangi af og til yfir heilt ár. Fyrrum eiginkona Mateen, Sitora Yusufiy, var spurð af CNN í gær hvort hún teldi eiginmann sinn hafa verið samkynhneigðan. Hún þagði í nokkra stund áður en hún svaraði: „Ég veit það ekki.“ Lögreglan í Orlando hefur neitað að verða við fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Faðir Mateen hefur greint frá því að fyrir um tveimur mánuðum hafi sonur hans reiðst mjög er hann sá tvo karlmenn kyssast. Sagði faðirinn í samtali við Sky news að hann hefði talið eðlileg viðbrögð að segja heldur: „Þetta er frjálst land.“ Vinir ódæðismannsins hafa lýst honum sem manni með fordóma í garð samkynhneigðra og að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni. Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Omar Mateen, maðurinn sem myrti tæplega fimmtíu borgara á skemmtistaðnum Pulse í Flórída á sunnudag, hafði sést á staðnum nokkrum sinnum sjálfur. Pulse er skemmtistaður fyrir samkynhneigða. Greint er frá því á Sky news að að minnsta kosti fjórir hafi greint frá því að þeir hafi séð Mateen á staðnum fyrir þetta kvöld. Einn fastakúnni staðarins sagðist í raun hafa séð Mateen oftar en tíu sinnum. „Hann fór stundum út í horn og drakk einn. En stundum varð hann svo fullur að hann varð hávær og árásargjarn. Við töluðum ekki mikið við hann en ég man að hann talaði eitthvað um pabba sinn,“ sagði maðurinn sem heitir Ty Smith. „Hann sagði okkur að hann ætti konu og barn.“ Kevin West, annar fastagestur á Pulse, sagði Mateen hafa sent sér skilaboð í gegnum smáforrit fyrir samkynhneigða. Sagði hann samskiptin hafa verið í gangi af og til yfir heilt ár. Fyrrum eiginkona Mateen, Sitora Yusufiy, var spurð af CNN í gær hvort hún teldi eiginmann sinn hafa verið samkynhneigðan. Hún þagði í nokkra stund áður en hún svaraði: „Ég veit það ekki.“ Lögreglan í Orlando hefur neitað að verða við fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Faðir Mateen hefur greint frá því að fyrir um tveimur mánuðum hafi sonur hans reiðst mjög er hann sá tvo karlmenn kyssast. Sagði faðirinn í samtali við Sky news að hann hefði talið eðlileg viðbrögð að segja heldur: „Þetta er frjálst land.“ Vinir ódæðismannsins hafa lýst honum sem manni með fordóma í garð samkynhneigðra og að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.
Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40