Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júní 2016 08:45 Mateen lést í átökum við lögreglu eftir að hafa myrt 49 manns. Vísir/EPA Omar Mateen, maðurinn sem myrti tæplega fimmtíu borgara á skemmtistaðnum Pulse í Flórída á sunnudag, hafði sést á staðnum nokkrum sinnum sjálfur. Pulse er skemmtistaður fyrir samkynhneigða. Greint er frá því á Sky news að að minnsta kosti fjórir hafi greint frá því að þeir hafi séð Mateen á staðnum fyrir þetta kvöld. Einn fastakúnni staðarins sagðist í raun hafa séð Mateen oftar en tíu sinnum. „Hann fór stundum út í horn og drakk einn. En stundum varð hann svo fullur að hann varð hávær og árásargjarn. Við töluðum ekki mikið við hann en ég man að hann talaði eitthvað um pabba sinn,“ sagði maðurinn sem heitir Ty Smith. „Hann sagði okkur að hann ætti konu og barn.“ Kevin West, annar fastagestur á Pulse, sagði Mateen hafa sent sér skilaboð í gegnum smáforrit fyrir samkynhneigða. Sagði hann samskiptin hafa verið í gangi af og til yfir heilt ár. Fyrrum eiginkona Mateen, Sitora Yusufiy, var spurð af CNN í gær hvort hún teldi eiginmann sinn hafa verið samkynhneigðan. Hún þagði í nokkra stund áður en hún svaraði: „Ég veit það ekki.“ Lögreglan í Orlando hefur neitað að verða við fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Faðir Mateen hefur greint frá því að fyrir um tveimur mánuðum hafi sonur hans reiðst mjög er hann sá tvo karlmenn kyssast. Sagði faðirinn í samtali við Sky news að hann hefði talið eðlileg viðbrögð að segja heldur: „Þetta er frjálst land.“ Vinir ódæðismannsins hafa lýst honum sem manni með fordóma í garð samkynhneigðra og að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni. Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Omar Mateen, maðurinn sem myrti tæplega fimmtíu borgara á skemmtistaðnum Pulse í Flórída á sunnudag, hafði sést á staðnum nokkrum sinnum sjálfur. Pulse er skemmtistaður fyrir samkynhneigða. Greint er frá því á Sky news að að minnsta kosti fjórir hafi greint frá því að þeir hafi séð Mateen á staðnum fyrir þetta kvöld. Einn fastakúnni staðarins sagðist í raun hafa séð Mateen oftar en tíu sinnum. „Hann fór stundum út í horn og drakk einn. En stundum varð hann svo fullur að hann varð hávær og árásargjarn. Við töluðum ekki mikið við hann en ég man að hann talaði eitthvað um pabba sinn,“ sagði maðurinn sem heitir Ty Smith. „Hann sagði okkur að hann ætti konu og barn.“ Kevin West, annar fastagestur á Pulse, sagði Mateen hafa sent sér skilaboð í gegnum smáforrit fyrir samkynhneigða. Sagði hann samskiptin hafa verið í gangi af og til yfir heilt ár. Fyrrum eiginkona Mateen, Sitora Yusufiy, var spurð af CNN í gær hvort hún teldi eiginmann sinn hafa verið samkynhneigðan. Hún þagði í nokkra stund áður en hún svaraði: „Ég veit það ekki.“ Lögreglan í Orlando hefur neitað að verða við fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Faðir Mateen hefur greint frá því að fyrir um tveimur mánuðum hafi sonur hans reiðst mjög er hann sá tvo karlmenn kyssast. Sagði faðirinn í samtali við Sky news að hann hefði talið eðlileg viðbrögð að segja heldur: „Þetta er frjálst land.“ Vinir ódæðismannsins hafa lýst honum sem manni með fordóma í garð samkynhneigðra og að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.
Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40