„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 14:15 Elmar, Heimir og Lars töluðu fallega um Eið Smára fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. Hér er Eiður með Emil Hallfreðssyni á æfingunni. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30
Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti