Fótbolti

Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reynsluboltinn Eiður Smári Guðjohnsen æfði í morgun í góða veðrinu í Annecy.
Reynsluboltinn Eiður Smári Guðjohnsen æfði í morgun í góða veðrinu í Annecy. Vísir/Vilhelm
Varamennirnir Alfreð Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason tóku æfingu á æfingavelli karlalandsliðsins í knattspyrnu í Annecy í morgun. Þeir leikmenn sem byrjuðu leikinn í Saint-Étienne í gærkvöldi hvíla í dag en landsliðið var komið heim á hótel í Annecy um klukkan 03:15 í nótt. Áttu sumir erfitt með að festa svefn en lítið sem ekkert var sofið í rútunni.

Heimir Hallgrímsson, Lars Lagerbäck og Theodór Elmar ræddu við blaðamenn fyrir æfinguna og fengu fjölmiðlar að fylgjast með fyrsta stundarfjórðungnum. Að því loknu gátu blaðamenn farið í sína aðstöðu við völlinn en dregið er fyrir gluggana svo ekki sé hægt að fylgjast með því sem fram fer. 

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði æfinguna og strákana okkar í morgun.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×