Fótbolti

Gylfi hljóp meira en ellefu kílómetra annan leikinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar markinu sínu.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar markinu sínu. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara mark íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Ungverjum í EM í dag heldur var hann einnig sá leikmaður liðsins sem hljóp mest í leiknum samkvæmt tölfræði UEFA.

Gylfi hljóp alls 11,43 kílómetra á þessum 90 mínútum og það var aðeins Ungverjinn Ádám Nagy sem hljóp meira en hann.

Gylfi hefur þar með hlaupið yfir ellefu kílómetra í báðum leikjum íslenska liðsins á EM í Frakklandi en hann hljóp næstmest á móti Portúgal.

Jón Daði Böðvarsson og Aron Einar Gunnarsson, sem hlupu yfir 11 kílómetra í leiknum á móti Portúgal, voru teknir útaf í leiknum í dag. Aron Einar var tekinn af velli á 65. mínútu en Jón Daði á 69. mínútu.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða fimm leikmenn hafa hlaupið mest í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins.

Þessir hlupu mest hjá íslenska liðinu á móti Ungverjalandi:

Gylfi Þór Sigurðsson 11,43 km

Jóhann Berg Guðmundsson 10,81 km

Birkir Bjarnason 10,35 km

Kolbeinn Sigþórsson 9,72 km

Kári Árnason 9,72 km

Þessir hlupu mest hjá íslenska liðinu á móti Portúgal:

Jón Daði Böðvarsson 11,92 km

Gylfi Þór Sigurðsson 11,74 km

Aron Einar Gunnarsson 11,23 km

Birkir Bjarnason 10,56 km

Jóhann Berg Guðmundsson 10,28 km


Tengdar fréttir

Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum

Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn.

Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag.

Aron Einar: Ég verð klár á miðvikudaginn

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×