Erlent

Hollywood-stjarna lést í stórfurðulegu bílslysi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Anton Yelchin er látinn.
Anton Yelchin er látinn. Vísir/EPA
Anton Yelchin lést í bílslysi fyrr í dag. Yelchin lék í myndum á borð við Star Trek og Alpha Dog. Hann var aðeins 27 ára gamall.

„Leikarinn Anton Yelchin lést í örlagaríku bílslysi snemma í morgun,“ sagði í yfirlýsingu frá talsmanni hans. „Fjölskylda hans biður um að borin verði virðing fyrir þeirra einkalífi á þessari stundu.“

Samkvæmt lögreglu fannst Yelchin látinn við heimili sitt en bíll hans hafði keyrt á hann í innkeyrslunni. Svo virðist sem Yelchin hafi farið út úr bílnum og staðið fyrir aftan hann þegar hann rann niður innkeyrsluna sem er ansi brött. Klemmdist Yelchin á milli bílsins og múrsteinsstólpa. Bílvélin var í gangi og bíllinn í hlutlausum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglu. Ekki er ljóst hvers vegna Yelchin ákvað að fara út úr bílnum á meðan hann var í gangi.

Samkvæmt Variety urðu vinir Yelchin áhyggjufullir þegar hann mætti ekki á hljómsveitaræfingu og fóru á heimili hans til að athuga með hann.

Yelchin er þekktastur fyrir að leika Pavel Chekov í Star Trek myndunum nýju. Þá lék hann Charlie Bartlett í samnefndri kvikmynd og Zack Mazursky í kvikmyndinni Alpha Dog.


Tengdar fréttir

Colin Farell verður vampíra

Colin Farell hefur tekið að sér hlutverk vampíru í endurgerð hinnar sígildu hryllingsmyndar Fright Night. Þetta verður í fyrsta skipti sem Farell leikur í „stórri“ kvikmynd frá Hollywood en hann hefur undanfarin ár aðallega leikið í kvikmyndum óháða kvikmyndageirans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×