Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Tilhugsunin um að hér kunni að eiga sér stað þrælahald er að öllum líkindum flestum landsmönnum fjarlæg. vísir/andri marinó Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira