Sjötíu prósent vilja kjósa til þings í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51
Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent