Heimir um Lars við BBC: Ég hef mjólkað hann eins og kú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 14:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir/Ernir BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta. Heimir Hallgrímsson er lærður tannlæknir og hefur starfað sem slíkur meðfram fótboltaþjálfuninni en eftir EM ætlar hann að einbeita sér að fullu að þjálfun íslenska landsliðsins. Heimir mun taka við liðinu einn eftir Evrópumótið þar sem að Lars Lagerbäck hefur ákveðið að segja þetta gott. Heimir er þakklátur fyrir samstarfið við Lars Lagerbäck og segir Svíann haga kennt sér mikið. „Ég hef mjólkað hann eins og kú. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með Lars. Ég hef notað tíma minn með honum til að læra eins mikið og mögulegt var," sagði Heimir Hallgrímsson við BBC. Lars Lagerbäck segist líka hafa notið samstarfsins með Heimi. "Í byrjun reyndi ég að læra íslensku en ég var bara of latur. Fyrir gamlan mann er gott að hafa ungan metnaðarfullan mann sér við hlið," sagði Lagerbäck. Blaðamaður BBC bendir á það að það sé ekki algengt í dag að lið sé með tvo þjálfara en hvað gerist þegar þeir eru ekki sammála. „Við förum sænsku leiðina," svarar Heimir í gríni og bætir við: „Við höldum bara áfram að tala og tala." Það er hægt að sjá alla umfjöllun BBC um íslenska landsliðið með því að smella hér eða skoða myndbandið hér fyrir neðan. Síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar íslensku strákarnir spila vináttulandsleik við Liechtenstein. Þetta er jafnframt lokaleikur liðsins fyrir EM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal eftir átta daga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta. Heimir Hallgrímsson er lærður tannlæknir og hefur starfað sem slíkur meðfram fótboltaþjálfuninni en eftir EM ætlar hann að einbeita sér að fullu að þjálfun íslenska landsliðsins. Heimir mun taka við liðinu einn eftir Evrópumótið þar sem að Lars Lagerbäck hefur ákveðið að segja þetta gott. Heimir er þakklátur fyrir samstarfið við Lars Lagerbäck og segir Svíann haga kennt sér mikið. „Ég hef mjólkað hann eins og kú. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með Lars. Ég hef notað tíma minn með honum til að læra eins mikið og mögulegt var," sagði Heimir Hallgrímsson við BBC. Lars Lagerbäck segist líka hafa notið samstarfsins með Heimi. "Í byrjun reyndi ég að læra íslensku en ég var bara of latur. Fyrir gamlan mann er gott að hafa ungan metnaðarfullan mann sér við hlið," sagði Lagerbäck. Blaðamaður BBC bendir á það að það sé ekki algengt í dag að lið sé með tvo þjálfara en hvað gerist þegar þeir eru ekki sammála. „Við förum sænsku leiðina," svarar Heimir í gríni og bætir við: „Við höldum bara áfram að tala og tala." Það er hægt að sjá alla umfjöllun BBC um íslenska landsliðið með því að smella hér eða skoða myndbandið hér fyrir neðan. Síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar íslensku strákarnir spila vináttulandsleik við Liechtenstein. Þetta er jafnframt lokaleikur liðsins fyrir EM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal eftir átta daga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira