Víkingaskipið á slóðum Leifs heppna í Ameríku Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2016 19:00 Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf og siglir nú um slóðir Leifs heppna í Ameríku þar sem talið er að Vínland hið góða hafi verið. Á Grænlandi minntust menn dularfulls hvarfs norrænu þjóðarinnar með brúðkaupi í rústum Hvalseyjarkirkju. Þetta stærsta sjófæra víkingaskip veraldar fékk höfðinglegar mótttökur þegar það kom til Reykjavíkur í síðasta mánuði eftir sautján daga ferðalag frá Noregi, en tilgangur leiðangursins er að minnast einhvers mesta siglingaafreks norrænna manna. Eftir vikudvöl á Íslandi hélt skipið til Grænlands, til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands. Skipið var þar með komið í Eystribyggð, en þar var Brattahlíð, bær feðganna Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar, og þéttasta byggð norrænna manna til forna. Í Eystribyggð eru einnig rústir Hvalseyjarkirkju en þaðan höfðu menn síðast spurnir af norrænu þjóðinni á Grænlandi árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Og svo skemmtilega vildi til að par úr áhöfninni nýtti tækifærið og fékk skipstjórann Björn Ahlander til að gefa sig saman í þessari sömu kirkju. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir þetta brúðkaup fyrir 600 árum er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar.Á slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð á Grænlandi.Myndir/Peder Jacobsson, Draken Harald hårfagre.Frá Grænlandi var haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu fæti á land. Fyrsti áfangastaðurinn í Kanada var bærinn Saint Anthony. Hann er skammt frá stað sem kallast L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga í skoðunarferðum þeirra um land það sem þeir kölluðu Vínland. Útilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna en jurtaleifar sem þar fundust við fornleifauppgröft þykja sterk vísbending um að Leifur og hans menn fóru mun sunnar og á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er hins vegar spurning sem menn menn leita enn svara við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að sigla á líklega staði og er skipið þessa stundina á Saint Lawrence-flóa á leið til Quebec-borgar. Þaðan fer það til Toronto en það áætlar svo að koma inn til New York-borgar í september. Fylgjast má með ferð skipsins á heimasíðu leiðangursins. Fornminjar Grænland Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf og siglir nú um slóðir Leifs heppna í Ameríku þar sem talið er að Vínland hið góða hafi verið. Á Grænlandi minntust menn dularfulls hvarfs norrænu þjóðarinnar með brúðkaupi í rústum Hvalseyjarkirkju. Þetta stærsta sjófæra víkingaskip veraldar fékk höfðinglegar mótttökur þegar það kom til Reykjavíkur í síðasta mánuði eftir sautján daga ferðalag frá Noregi, en tilgangur leiðangursins er að minnast einhvers mesta siglingaafreks norrænna manna. Eftir vikudvöl á Íslandi hélt skipið til Grænlands, til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands. Skipið var þar með komið í Eystribyggð, en þar var Brattahlíð, bær feðganna Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar, og þéttasta byggð norrænna manna til forna. Í Eystribyggð eru einnig rústir Hvalseyjarkirkju en þaðan höfðu menn síðast spurnir af norrænu þjóðinni á Grænlandi árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Og svo skemmtilega vildi til að par úr áhöfninni nýtti tækifærið og fékk skipstjórann Björn Ahlander til að gefa sig saman í þessari sömu kirkju. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir þetta brúðkaup fyrir 600 árum er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar.Á slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð á Grænlandi.Myndir/Peder Jacobsson, Draken Harald hårfagre.Frá Grænlandi var haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu fæti á land. Fyrsti áfangastaðurinn í Kanada var bærinn Saint Anthony. Hann er skammt frá stað sem kallast L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga í skoðunarferðum þeirra um land það sem þeir kölluðu Vínland. Útilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna en jurtaleifar sem þar fundust við fornleifauppgröft þykja sterk vísbending um að Leifur og hans menn fóru mun sunnar og á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er hins vegar spurning sem menn menn leita enn svara við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að sigla á líklega staði og er skipið þessa stundina á Saint Lawrence-flóa á leið til Quebec-borgar. Þaðan fer það til Toronto en það áætlar svo að koma inn til New York-borgar í september. Fylgjast má með ferð skipsins á heimasíðu leiðangursins.
Fornminjar Grænland Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00