Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2016 18:00 Stærsta sjófæra víkingaskip veraldar sigldi inn í gömlu höfnina í Reykjavík í dag, á leið sinni frá Noregi til Ameríku. Tilgangur leiðangursins er að minnast Vínlandsferða Leifs heppna og félaga fyrir þúsund árum. Það kallast Drekinn Haraldur hárfagri en seglið lá niðri og sigldi það því síðasta áfangann í gærkvöldi inn til Sundahafnar fyrir vélarafli. Stórt fylgdarskip, Vikingfjord, er með í för en norskur frumkvöðull, Sigurd Aase, sem auðgaðist á olíuiðnaði, stendur fyrir leiðangrinum.Dráttarbáturinn Magni með heiðursbunu fyrir Drekann Harald hárfagra á ytri höfninni.Vísir/Stefán Karlsson.Í dag var seglið svo sett upp, 33 manna áhöfn sjálfboðaliða sigldi skipinu út á ytri höfnina en þar tók dráttarbáturinn Magni á móti Drekanum með myndarlegri vatnsbunu. Þetta er 35 metra langskip, sjósett í Noregi fyrir fjórum árum en norski auðjöfurinn lét smíða skipið í þeim megintilgangi að heiðra Leif Eiríksson og félaga og jafnframt til að minna umheiminn á að það voru norrænir menn sem fyrstir Evrópumanna uppgötvuðu Ameríku á skipum sem þessum.33 manna áhöfn sjálfboðaliða siglir skipinu frá Noregi til Ameríku.Vísir/Stefán Karlsson.Slík sigling yfir úthaf er þó ekki einföld. Á leiðinni til Íslands tafðist Drekinn fyrst vegna bilunar á Hjaltlandseyjum og síðan vegna veðurs í Færeyjum og er hann nú tíu dögum á eftir áætlun. En leiðangurinn er rétt að byrja. Framundan er sex mánaða ferðalag til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna en lokaáfangastaðurinn verður New York í haust.Hafnarstjórinn Gísli Gíslason fylgir skipstjóranum, Birni Ahlander, frá borði og til móttökuathafnar uppi á bryggju. Fyrir aftan má sjá norska sendiherrann, Cecilie Landsverk.Vísir/Stefán Karlsson.Við Sjóminjasafnið á Granda buðu hafnarstjórinn og norski sendiherrann skipverjana velkomna, ásamt sænskum karlakór, en skipstjórinn, Björn Ahlander, er Svíi. Næstu tvo til þrjá daga munu skipið liggja við Hörpu og þar verður það til sýnis milli klukkan fjögur og sex.Drekinn Haraldur hárfagri verður til sýnis við Hörpu næstu 2-3 daga milli klukkan 16 og 18.Vísir/Stefán Karlsson. Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Stærsta sjófæra víkingaskip veraldar sigldi inn í gömlu höfnina í Reykjavík í dag, á leið sinni frá Noregi til Ameríku. Tilgangur leiðangursins er að minnast Vínlandsferða Leifs heppna og félaga fyrir þúsund árum. Það kallast Drekinn Haraldur hárfagri en seglið lá niðri og sigldi það því síðasta áfangann í gærkvöldi inn til Sundahafnar fyrir vélarafli. Stórt fylgdarskip, Vikingfjord, er með í för en norskur frumkvöðull, Sigurd Aase, sem auðgaðist á olíuiðnaði, stendur fyrir leiðangrinum.Dráttarbáturinn Magni með heiðursbunu fyrir Drekann Harald hárfagra á ytri höfninni.Vísir/Stefán Karlsson.Í dag var seglið svo sett upp, 33 manna áhöfn sjálfboðaliða sigldi skipinu út á ytri höfnina en þar tók dráttarbáturinn Magni á móti Drekanum með myndarlegri vatnsbunu. Þetta er 35 metra langskip, sjósett í Noregi fyrir fjórum árum en norski auðjöfurinn lét smíða skipið í þeim megintilgangi að heiðra Leif Eiríksson og félaga og jafnframt til að minna umheiminn á að það voru norrænir menn sem fyrstir Evrópumanna uppgötvuðu Ameríku á skipum sem þessum.33 manna áhöfn sjálfboðaliða siglir skipinu frá Noregi til Ameríku.Vísir/Stefán Karlsson.Slík sigling yfir úthaf er þó ekki einföld. Á leiðinni til Íslands tafðist Drekinn fyrst vegna bilunar á Hjaltlandseyjum og síðan vegna veðurs í Færeyjum og er hann nú tíu dögum á eftir áætlun. En leiðangurinn er rétt að byrja. Framundan er sex mánaða ferðalag til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna en lokaáfangastaðurinn verður New York í haust.Hafnarstjórinn Gísli Gíslason fylgir skipstjóranum, Birni Ahlander, frá borði og til móttökuathafnar uppi á bryggju. Fyrir aftan má sjá norska sendiherrann, Cecilie Landsverk.Vísir/Stefán Karlsson.Við Sjóminjasafnið á Granda buðu hafnarstjórinn og norski sendiherrann skipverjana velkomna, ásamt sænskum karlakór, en skipstjórinn, Björn Ahlander, er Svíi. Næstu tvo til þrjá daga munu skipið liggja við Hörpu og þar verður það til sýnis milli klukkan fjögur og sex.Drekinn Haraldur hárfagri verður til sýnis við Hörpu næstu 2-3 daga milli klukkan 16 og 18.Vísir/Stefán Karlsson.
Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12