Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2016 18:00 Stærsta sjófæra víkingaskip veraldar sigldi inn í gömlu höfnina í Reykjavík í dag, á leið sinni frá Noregi til Ameríku. Tilgangur leiðangursins er að minnast Vínlandsferða Leifs heppna og félaga fyrir þúsund árum. Það kallast Drekinn Haraldur hárfagri en seglið lá niðri og sigldi það því síðasta áfangann í gærkvöldi inn til Sundahafnar fyrir vélarafli. Stórt fylgdarskip, Vikingfjord, er með í för en norskur frumkvöðull, Sigurd Aase, sem auðgaðist á olíuiðnaði, stendur fyrir leiðangrinum.Dráttarbáturinn Magni með heiðursbunu fyrir Drekann Harald hárfagra á ytri höfninni.Vísir/Stefán Karlsson.Í dag var seglið svo sett upp, 33 manna áhöfn sjálfboðaliða sigldi skipinu út á ytri höfnina en þar tók dráttarbáturinn Magni á móti Drekanum með myndarlegri vatnsbunu. Þetta er 35 metra langskip, sjósett í Noregi fyrir fjórum árum en norski auðjöfurinn lét smíða skipið í þeim megintilgangi að heiðra Leif Eiríksson og félaga og jafnframt til að minna umheiminn á að það voru norrænir menn sem fyrstir Evrópumanna uppgötvuðu Ameríku á skipum sem þessum.33 manna áhöfn sjálfboðaliða siglir skipinu frá Noregi til Ameríku.Vísir/Stefán Karlsson.Slík sigling yfir úthaf er þó ekki einföld. Á leiðinni til Íslands tafðist Drekinn fyrst vegna bilunar á Hjaltlandseyjum og síðan vegna veðurs í Færeyjum og er hann nú tíu dögum á eftir áætlun. En leiðangurinn er rétt að byrja. Framundan er sex mánaða ferðalag til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna en lokaáfangastaðurinn verður New York í haust.Hafnarstjórinn Gísli Gíslason fylgir skipstjóranum, Birni Ahlander, frá borði og til móttökuathafnar uppi á bryggju. Fyrir aftan má sjá norska sendiherrann, Cecilie Landsverk.Vísir/Stefán Karlsson.Við Sjóminjasafnið á Granda buðu hafnarstjórinn og norski sendiherrann skipverjana velkomna, ásamt sænskum karlakór, en skipstjórinn, Björn Ahlander, er Svíi. Næstu tvo til þrjá daga munu skipið liggja við Hörpu og þar verður það til sýnis milli klukkan fjögur og sex.Drekinn Haraldur hárfagri verður til sýnis við Hörpu næstu 2-3 daga milli klukkan 16 og 18.Vísir/Stefán Karlsson. Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Stærsta sjófæra víkingaskip veraldar sigldi inn í gömlu höfnina í Reykjavík í dag, á leið sinni frá Noregi til Ameríku. Tilgangur leiðangursins er að minnast Vínlandsferða Leifs heppna og félaga fyrir þúsund árum. Það kallast Drekinn Haraldur hárfagri en seglið lá niðri og sigldi það því síðasta áfangann í gærkvöldi inn til Sundahafnar fyrir vélarafli. Stórt fylgdarskip, Vikingfjord, er með í för en norskur frumkvöðull, Sigurd Aase, sem auðgaðist á olíuiðnaði, stendur fyrir leiðangrinum.Dráttarbáturinn Magni með heiðursbunu fyrir Drekann Harald hárfagra á ytri höfninni.Vísir/Stefán Karlsson.Í dag var seglið svo sett upp, 33 manna áhöfn sjálfboðaliða sigldi skipinu út á ytri höfnina en þar tók dráttarbáturinn Magni á móti Drekanum með myndarlegri vatnsbunu. Þetta er 35 metra langskip, sjósett í Noregi fyrir fjórum árum en norski auðjöfurinn lét smíða skipið í þeim megintilgangi að heiðra Leif Eiríksson og félaga og jafnframt til að minna umheiminn á að það voru norrænir menn sem fyrstir Evrópumanna uppgötvuðu Ameríku á skipum sem þessum.33 manna áhöfn sjálfboðaliða siglir skipinu frá Noregi til Ameríku.Vísir/Stefán Karlsson.Slík sigling yfir úthaf er þó ekki einföld. Á leiðinni til Íslands tafðist Drekinn fyrst vegna bilunar á Hjaltlandseyjum og síðan vegna veðurs í Færeyjum og er hann nú tíu dögum á eftir áætlun. En leiðangurinn er rétt að byrja. Framundan er sex mánaða ferðalag til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna en lokaáfangastaðurinn verður New York í haust.Hafnarstjórinn Gísli Gíslason fylgir skipstjóranum, Birni Ahlander, frá borði og til móttökuathafnar uppi á bryggju. Fyrir aftan má sjá norska sendiherrann, Cecilie Landsverk.Vísir/Stefán Karlsson.Við Sjóminjasafnið á Granda buðu hafnarstjórinn og norski sendiherrann skipverjana velkomna, ásamt sænskum karlakór, en skipstjórinn, Björn Ahlander, er Svíi. Næstu tvo til þrjá daga munu skipið liggja við Hörpu og þar verður það til sýnis milli klukkan fjögur og sex.Drekinn Haraldur hárfagri verður til sýnis við Hörpu næstu 2-3 daga milli klukkan 16 og 18.Vísir/Stefán Karlsson.
Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12