Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2016 19:30 Fornleifafræðingar hafa fundið rústir í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. Fornleifafundurinn vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir komust. Íslendingar alast upp við frásagnir fornsagnanna af siglingum víkinga, fyrst til Grænlands og síðan til Ameríku, til lands þess sem kallað var Vínland. Víkingatóftirnar á L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands fundust árið 1960 og eru fyrsta og eina áþreifanlega sönnunin fyrir því að fólk upprunnið frá Íslandi hafi komið þangað fyrir þúsund árum. Nú er þar rekið safn og skálarnir þar eiga að sýna hvernig búðir víkinganna litu út. Þar hafa meðal annars fundist steinar sem ættaðir eru frá vestanverðu Íslandi og eru því bein sönnun um þangað bárust hlutir frá Íslandi á tímum Vínlandsferða.L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Húsin voru reist til að sýna hvernig skálar víkinganna eru taldir hafa litið út.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú gætu aðrar víkingatóftir verið fundnar, á Point Rosee á suðvesturhluta Nýfundnalands. Fornleifafundur þar hefur vakið heimsathygli í dag og sérstakur þáttur um málið verður sýndur í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir helgi. Fornleifafræðingurinn Sarah H. Parcak fann staðinn með sérstakri gervihnattatækni í samstarfi við fleiri fornleifafræðinga, þeirra á meðal Douglas Bolender, prófessor við Massachusetts-háskóla. Douglas hefur í mörg ár unnið að fornleifarannsóknum í Skagafirði, á slóðum Guðríðar Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis, sem talin er hafa fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Douglas Bolender segir að þessi nýi fornleifafundur geti breytt sögunni. Frumrannsókn bendir til að þarna hafi farið fram járnvinnsla en einnig hefur fundist torfveggur. Framundan eru margra ára rannsóknir á staðnum, sem afar spennandi verður fyrir Íslendinga að fylgjast með, endu gætu þær varpað skýrara ljósi á það hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni og félagar komust inn í Ameríku. Fornminjar Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fornleifafræðingar hafa fundið rústir í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. Fornleifafundurinn vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir komust. Íslendingar alast upp við frásagnir fornsagnanna af siglingum víkinga, fyrst til Grænlands og síðan til Ameríku, til lands þess sem kallað var Vínland. Víkingatóftirnar á L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands fundust árið 1960 og eru fyrsta og eina áþreifanlega sönnunin fyrir því að fólk upprunnið frá Íslandi hafi komið þangað fyrir þúsund árum. Nú er þar rekið safn og skálarnir þar eiga að sýna hvernig búðir víkinganna litu út. Þar hafa meðal annars fundist steinar sem ættaðir eru frá vestanverðu Íslandi og eru því bein sönnun um þangað bárust hlutir frá Íslandi á tímum Vínlandsferða.L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Húsin voru reist til að sýna hvernig skálar víkinganna eru taldir hafa litið út.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú gætu aðrar víkingatóftir verið fundnar, á Point Rosee á suðvesturhluta Nýfundnalands. Fornleifafundur þar hefur vakið heimsathygli í dag og sérstakur þáttur um málið verður sýndur í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir helgi. Fornleifafræðingurinn Sarah H. Parcak fann staðinn með sérstakri gervihnattatækni í samstarfi við fleiri fornleifafræðinga, þeirra á meðal Douglas Bolender, prófessor við Massachusetts-háskóla. Douglas hefur í mörg ár unnið að fornleifarannsóknum í Skagafirði, á slóðum Guðríðar Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis, sem talin er hafa fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Douglas Bolender segir að þessi nýi fornleifafundur geti breytt sögunni. Frumrannsókn bendir til að þarna hafi farið fram járnvinnsla en einnig hefur fundist torfveggur. Framundan eru margra ára rannsóknir á staðnum, sem afar spennandi verður fyrir Íslendinga að fylgjast með, endu gætu þær varpað skýrara ljósi á það hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni og félagar komust inn í Ameríku.
Fornminjar Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45