Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2016 16:46 Síleski listamaðurinn Marco Evaristti sem ákærður er fyrir að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í fyrra. V'isir/ MARCO EVARISTTI „Við ræddum málefni sem eru mikilvæg fyrir Ísland og ég held að verk mitt hafi vakið marga til umhugsunar um verndun náttúru á Íslandi,“ segir síleski listamaðurinn Marco Evaristti sem ákærður er fyrir að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í fyrra. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag en Marco hafði verið sektaður fyrir athæfið en neitaði að greiða hana. Því fór það svo að hann var ákærður og mætti aftur hingað til lands til að vera viðstaddur aðalmeðferðina en þar sagðist hann hafa lagt fram sannanir sem sýni fram á að matarliturinn sé skaðlaus náttúrunni. „Þetta hvarf á nokkrum klukkutímum eftir að hverinn gaus. Það er betra að láta matarlitinn minn í hverinn heldur en að aka um á öllum þessum rútum sem flytja farþega að Geysi. Rúturnar menga andrúmsloftið með koltvíoxíð en enginn reynir að stöðva rúturnar. Þið megið henda mynt í hverinn en ekki matarlit sem mengar ekki,“ segir Marco í samtali við Vísi. Hann vill sem fyrr segir vekja Íslendinga til umhugsunar um náttúruvernd og segir það sérstakt að það þurfi útlending til að benda Íslendingum á það. „Þið mengið andrúmsloftið með álverum, enginn segir neitt við því. Þið afskræmið náttúru ykkar til að byggja vegi þar sem þið sprengið hana upp til að komast á afskekkta staði, enginn segir neitt við því. Það er ákveðinn tvískinnungur í viðhorfi Íslendinga til náttúruverndar,“ segir Marco. „Er þetta af því að ég bað ekki um leyfi,“ spyr Marco og segir það furðulegt viðhorf ef svo sé. Þá bendir hann á að íslensk ættaði listamaðurinn Ólafur Elíasson hafi sett lit í á á hálendi Íslands en enginn sagði neitt. „Er það af því hann ber eftirnafnið Elíasson en ég Evaristti,“ spyr Marco. „Ég skil ykkur ekki. Ef þið viljið í alvöru vernda náttúru ykkar verið þá ströng við alla, ekki bara útlendinga.“Marco fer frá landinu á morgun en vonast til að geta snúið aftur með börnin sín. „Ég elska Ísland og þess vegna vil ég vernda náttúruna.“ Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. 25. apríl 2015 22:11 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
„Við ræddum málefni sem eru mikilvæg fyrir Ísland og ég held að verk mitt hafi vakið marga til umhugsunar um verndun náttúru á Íslandi,“ segir síleski listamaðurinn Marco Evaristti sem ákærður er fyrir að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í fyrra. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag en Marco hafði verið sektaður fyrir athæfið en neitaði að greiða hana. Því fór það svo að hann var ákærður og mætti aftur hingað til lands til að vera viðstaddur aðalmeðferðina en þar sagðist hann hafa lagt fram sannanir sem sýni fram á að matarliturinn sé skaðlaus náttúrunni. „Þetta hvarf á nokkrum klukkutímum eftir að hverinn gaus. Það er betra að láta matarlitinn minn í hverinn heldur en að aka um á öllum þessum rútum sem flytja farþega að Geysi. Rúturnar menga andrúmsloftið með koltvíoxíð en enginn reynir að stöðva rúturnar. Þið megið henda mynt í hverinn en ekki matarlit sem mengar ekki,“ segir Marco í samtali við Vísi. Hann vill sem fyrr segir vekja Íslendinga til umhugsunar um náttúruvernd og segir það sérstakt að það þurfi útlending til að benda Íslendingum á það. „Þið mengið andrúmsloftið með álverum, enginn segir neitt við því. Þið afskræmið náttúru ykkar til að byggja vegi þar sem þið sprengið hana upp til að komast á afskekkta staði, enginn segir neitt við því. Það er ákveðinn tvískinnungur í viðhorfi Íslendinga til náttúruverndar,“ segir Marco. „Er þetta af því að ég bað ekki um leyfi,“ spyr Marco og segir það furðulegt viðhorf ef svo sé. Þá bendir hann á að íslensk ættaði listamaðurinn Ólafur Elíasson hafi sett lit í á á hálendi Íslands en enginn sagði neitt. „Er það af því hann ber eftirnafnið Elíasson en ég Evaristti,“ spyr Marco. „Ég skil ykkur ekki. Ef þið viljið í alvöru vernda náttúru ykkar verið þá ströng við alla, ekki bara útlendinga.“Marco fer frá landinu á morgun en vonast til að geta snúið aftur með börnin sín. „Ég elska Ísland og þess vegna vil ég vernda náttúruna.“
Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. 25. apríl 2015 22:11 Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47
Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12
Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30
Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. 25. apríl 2015 22:11
Listamaðurinn íhugar að óska eftir vernd vegna hótana frá Íslendingum Íslendingar eru æfir vegna uppátækja listamannsins Marco Evaristti sem á dögunum hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk. 28. apríl 2015 18:34
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58