Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Sunna karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2015 18:47 Hverinn Strokkur gaus rauðu í nokkur skipti eftir að litarefninu var hellt út í. Landeigendur tilkynntu málið til lögreglu í gær. mynd/marco evaristti Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. Hann ætlar þó ekki að gangast við sektinni og hyggst fara með málið fyrir dómstóla. Evaristti var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir í samtali við Vísi að sektin eigi engan rétt á sér. Litarefnið sé búið til úr ávöxtum og því skaðlaust. Enginn skaði sé skeður, enda sé markmið hans með gjörningnum að vekja athygli á umhverfinu. „Ég vil að fólk sjái hvað það er að gera umhverfinu. Ég vil að fólk átti sig á því að sápan sem það kaupir út í búð mengar umhverfið. Allar þessar rútur og bílar sem koma á Geysissvæðið daglega eru að menga umhverfið, ekki ávaxtaliturinn sem ég nota,“ segir hann. Hann hefur sett sinn svip á náttúruna víða um heim, meðal annars í Grænlandi, Noregi og Kanada. „Ég hef alltaf verið sakaður um þessi brot, hef verið handtekinn og færður til yfirheyrslna. Það endar þó alltaf þannig að sektin er dregin til baka því ég get sýnt fram á það að efnin sem ég nota eru skaðlaus.“ Evarissti býr í Danmörku og heldur þangað í fyrramálið. Hann ætlar þar að ráðfæra sig við lögfræðinga og í kjölfarið fara með málið fyrir dómstóla hér á landi. „Ég ætla ekki að greiða sektina,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. Hann ætlar þó ekki að gangast við sektinni og hyggst fara með málið fyrir dómstóla. Evaristti var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir í samtali við Vísi að sektin eigi engan rétt á sér. Litarefnið sé búið til úr ávöxtum og því skaðlaust. Enginn skaði sé skeður, enda sé markmið hans með gjörningnum að vekja athygli á umhverfinu. „Ég vil að fólk sjái hvað það er að gera umhverfinu. Ég vil að fólk átti sig á því að sápan sem það kaupir út í búð mengar umhverfið. Allar þessar rútur og bílar sem koma á Geysissvæðið daglega eru að menga umhverfið, ekki ávaxtaliturinn sem ég nota,“ segir hann. Hann hefur sett sinn svip á náttúruna víða um heim, meðal annars í Grænlandi, Noregi og Kanada. „Ég hef alltaf verið sakaður um þessi brot, hef verið handtekinn og færður til yfirheyrslna. Það endar þó alltaf þannig að sektin er dregin til baka því ég get sýnt fram á það að efnin sem ég nota eru skaðlaus.“ Evarissti býr í Danmörku og heldur þangað í fyrramálið. Hann ætlar þar að ráðfæra sig við lögfræðinga og í kjölfarið fara með málið fyrir dómstóla hér á landi. „Ég ætla ekki að greiða sektina,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30
Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43