Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2015 22:11 Evaristti litaði Strokk bleikan í gær. Mynd/Marco Evaristti Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Evaristti ekki ætla að gangast við sektinni heldur fara með málið fyrir dómstóla. Hann var yfirheyrður í dag vegna gruns um að hafa brotið gegn ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og viðurkenndi hann að hafa hellt litarefni út í hverinn. Evaristti tjáði lögreglu að um listagjörning hafi verið að ræða. Þá sagðist hann hafa gætt þess sérstaklega að ekki hlytist varanlegt tjón af verknaðinum og bendir skoðun lögreglu á vettvangi til þess að þetta sé að minnsta kosti einhverju leyti rétt. Lítil sem engin ummerki sjást á eða við hverinn.Evaristti í Haukadal í gær.Mynd/Marco Evaristti„Að lokinni skýrslutöku var manninum boðið að ljúka málinu með því að samþykkja sektargerð þar sem honum er gert að greiða 100.000.- króna sekt en til vara að sæta 8 daga fangelsi greiði hann ekki sektina. Hann óskaði eftir því að fá að ráðfæra sig við lögmann vegna þessa en kvaðst myndi gera upp hug sinn áður en hann færi af landinu um hvort hann vildi ljúka málinu með þessum hætti eða ekki. Kjósi hann að ljúka málinu ekki með þessum hætti mun ákæruvaldið taka ákvörðun um útgáfu ákæru á grundvelli málsgagna og fær málið þá sína meðferð fyrir íslenskum dómstólum. Maðurinn er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu hvora leiðina sem hann velur. Hann hefur verið samstarfsfús við lögreglu og lagt sig fram um að upplýsa alla þætti málsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.Fimmtugur karlmaður, danskur ríkisborgari, var í dag yfirheyrður af lögreglunni á Suðurlandi grunaður um að hafa brotið...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, 25 April 2015 Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Evaristti ekki ætla að gangast við sektinni heldur fara með málið fyrir dómstóla. Hann var yfirheyrður í dag vegna gruns um að hafa brotið gegn ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og viðurkenndi hann að hafa hellt litarefni út í hverinn. Evaristti tjáði lögreglu að um listagjörning hafi verið að ræða. Þá sagðist hann hafa gætt þess sérstaklega að ekki hlytist varanlegt tjón af verknaðinum og bendir skoðun lögreglu á vettvangi til þess að þetta sé að minnsta kosti einhverju leyti rétt. Lítil sem engin ummerki sjást á eða við hverinn.Evaristti í Haukadal í gær.Mynd/Marco Evaristti„Að lokinni skýrslutöku var manninum boðið að ljúka málinu með því að samþykkja sektargerð þar sem honum er gert að greiða 100.000.- króna sekt en til vara að sæta 8 daga fangelsi greiði hann ekki sektina. Hann óskaði eftir því að fá að ráðfæra sig við lögmann vegna þessa en kvaðst myndi gera upp hug sinn áður en hann færi af landinu um hvort hann vildi ljúka málinu með þessum hætti eða ekki. Kjósi hann að ljúka málinu ekki með þessum hætti mun ákæruvaldið taka ákvörðun um útgáfu ákæru á grundvelli málsgagna og fær málið þá sína meðferð fyrir íslenskum dómstólum. Maðurinn er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu hvora leiðina sem hann velur. Hann hefur verið samstarfsfús við lögreglu og lagt sig fram um að upplýsa alla þætti málsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.Fimmtugur karlmaður, danskur ríkisborgari, var í dag yfirheyrður af lögreglunni á Suðurlandi grunaður um að hafa brotið...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, 25 April 2015
Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47
Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30
Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43