Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2015 22:11 Evaristti litaði Strokk bleikan í gær. Mynd/Marco Evaristti Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Evaristti ekki ætla að gangast við sektinni heldur fara með málið fyrir dómstóla. Hann var yfirheyrður í dag vegna gruns um að hafa brotið gegn ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og viðurkenndi hann að hafa hellt litarefni út í hverinn. Evaristti tjáði lögreglu að um listagjörning hafi verið að ræða. Þá sagðist hann hafa gætt þess sérstaklega að ekki hlytist varanlegt tjón af verknaðinum og bendir skoðun lögreglu á vettvangi til þess að þetta sé að minnsta kosti einhverju leyti rétt. Lítil sem engin ummerki sjást á eða við hverinn.Evaristti í Haukadal í gær.Mynd/Marco Evaristti„Að lokinni skýrslutöku var manninum boðið að ljúka málinu með því að samþykkja sektargerð þar sem honum er gert að greiða 100.000.- króna sekt en til vara að sæta 8 daga fangelsi greiði hann ekki sektina. Hann óskaði eftir því að fá að ráðfæra sig við lögmann vegna þessa en kvaðst myndi gera upp hug sinn áður en hann færi af landinu um hvort hann vildi ljúka málinu með þessum hætti eða ekki. Kjósi hann að ljúka málinu ekki með þessum hætti mun ákæruvaldið taka ákvörðun um útgáfu ákæru á grundvelli málsgagna og fær málið þá sína meðferð fyrir íslenskum dómstólum. Maðurinn er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu hvora leiðina sem hann velur. Hann hefur verið samstarfsfús við lögreglu og lagt sig fram um að upplýsa alla þætti málsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.Fimmtugur karlmaður, danskur ríkisborgari, var í dag yfirheyrður af lögreglunni á Suðurlandi grunaður um að hafa brotið...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, 25 April 2015 Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Evaristti ekki ætla að gangast við sektinni heldur fara með málið fyrir dómstóla. Hann var yfirheyrður í dag vegna gruns um að hafa brotið gegn ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og viðurkenndi hann að hafa hellt litarefni út í hverinn. Evaristti tjáði lögreglu að um listagjörning hafi verið að ræða. Þá sagðist hann hafa gætt þess sérstaklega að ekki hlytist varanlegt tjón af verknaðinum og bendir skoðun lögreglu á vettvangi til þess að þetta sé að minnsta kosti einhverju leyti rétt. Lítil sem engin ummerki sjást á eða við hverinn.Evaristti í Haukadal í gær.Mynd/Marco Evaristti„Að lokinni skýrslutöku var manninum boðið að ljúka málinu með því að samþykkja sektargerð þar sem honum er gert að greiða 100.000.- króna sekt en til vara að sæta 8 daga fangelsi greiði hann ekki sektina. Hann óskaði eftir því að fá að ráðfæra sig við lögmann vegna þessa en kvaðst myndi gera upp hug sinn áður en hann færi af landinu um hvort hann vildi ljúka málinu með þessum hætti eða ekki. Kjósi hann að ljúka málinu ekki með þessum hætti mun ákæruvaldið taka ákvörðun um útgáfu ákæru á grundvelli málsgagna og fær málið þá sína meðferð fyrir íslenskum dómstólum. Maðurinn er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu hvora leiðina sem hann velur. Hann hefur verið samstarfsfús við lögreglu og lagt sig fram um að upplýsa alla þætti málsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.Fimmtugur karlmaður, danskur ríkisborgari, var í dag yfirheyrður af lögreglunni á Suðurlandi grunaður um að hafa brotið...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, 25 April 2015
Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47
Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30
Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43