Frjáls ferða sinna hvort sem hann greiðir sektina eða ekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2015 22:11 Evaristti litaði Strokk bleikan í gær. Mynd/Marco Evaristti Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Evaristti ekki ætla að gangast við sektinni heldur fara með málið fyrir dómstóla. Hann var yfirheyrður í dag vegna gruns um að hafa brotið gegn ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og viðurkenndi hann að hafa hellt litarefni út í hverinn. Evaristti tjáði lögreglu að um listagjörning hafi verið að ræða. Þá sagðist hann hafa gætt þess sérstaklega að ekki hlytist varanlegt tjón af verknaðinum og bendir skoðun lögreglu á vettvangi til þess að þetta sé að minnsta kosti einhverju leyti rétt. Lítil sem engin ummerki sjást á eða við hverinn.Evaristti í Haukadal í gær.Mynd/Marco Evaristti„Að lokinni skýrslutöku var manninum boðið að ljúka málinu með því að samþykkja sektargerð þar sem honum er gert að greiða 100.000.- króna sekt en til vara að sæta 8 daga fangelsi greiði hann ekki sektina. Hann óskaði eftir því að fá að ráðfæra sig við lögmann vegna þessa en kvaðst myndi gera upp hug sinn áður en hann færi af landinu um hvort hann vildi ljúka málinu með þessum hætti eða ekki. Kjósi hann að ljúka málinu ekki með þessum hætti mun ákæruvaldið taka ákvörðun um útgáfu ákæru á grundvelli málsgagna og fær málið þá sína meðferð fyrir íslenskum dómstólum. Maðurinn er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu hvora leiðina sem hann velur. Hann hefur verið samstarfsfús við lögreglu og lagt sig fram um að upplýsa alla þætti málsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.Fimmtugur karlmaður, danskur ríkisborgari, var í dag yfirheyrður af lögreglunni á Suðurlandi grunaður um að hafa brotið...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, 25 April 2015 Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Marco Evaristti, listamaðurinn sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk og var í dag sektaður um 100 þúsund krónur, er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu, hvort sem hann greiðir sektina eður ei. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Evaristti ekki ætla að gangast við sektinni heldur fara með málið fyrir dómstóla. Hann var yfirheyrður í dag vegna gruns um að hafa brotið gegn ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 44/1999 og viðurkenndi hann að hafa hellt litarefni út í hverinn. Evaristti tjáði lögreglu að um listagjörning hafi verið að ræða. Þá sagðist hann hafa gætt þess sérstaklega að ekki hlytist varanlegt tjón af verknaðinum og bendir skoðun lögreglu á vettvangi til þess að þetta sé að minnsta kosti einhverju leyti rétt. Lítil sem engin ummerki sjást á eða við hverinn.Evaristti í Haukadal í gær.Mynd/Marco Evaristti„Að lokinni skýrslutöku var manninum boðið að ljúka málinu með því að samþykkja sektargerð þar sem honum er gert að greiða 100.000.- króna sekt en til vara að sæta 8 daga fangelsi greiði hann ekki sektina. Hann óskaði eftir því að fá að ráðfæra sig við lögmann vegna þessa en kvaðst myndi gera upp hug sinn áður en hann færi af landinu um hvort hann vildi ljúka málinu með þessum hætti eða ekki. Kjósi hann að ljúka málinu ekki með þessum hætti mun ákæruvaldið taka ákvörðun um útgáfu ákæru á grundvelli málsgagna og fær málið þá sína meðferð fyrir íslenskum dómstólum. Maðurinn er frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu hvora leiðina sem hann velur. Hann hefur verið samstarfsfús við lögreglu og lagt sig fram um að upplýsa alla þætti málsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.Fimmtugur karlmaður, danskur ríkisborgari, var í dag yfirheyrður af lögreglunni á Suðurlandi grunaður um að hafa brotið...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, 25 April 2015
Tengdar fréttir Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47 Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. 25. apríl 2015 18:47
Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30
Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43