Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2016 19:30 Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00