Lagerbäck: Skiptir litlu hverjir byrja hjá okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 07:30 Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var upplitsdjarfur á æfingu íslenska liðsins á Bislett-leikvanginum í Ósló í gær, enda fyrsta æfingin eftir að allir 23 leikmenn EM-hópsins komu saman. Fimm leikmenn fengu reyndar að hvíla á æfingunni enda hafa þeir spilað mikið með liðum sínum á Norðurlöndunum síðustu vikurnar. Þess fyrir utan er Lagerbäck ánægður með stöðuna á liðinu. Meiðsli Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarsson virðast ekki ætla að há þátttöku þeirra á EM í sumar og allar áætlanir þjálfarateymisins hafa gengið vel eftir. Ísland mætir Norðmönnum svo á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á morgun en Lagerbäck segir það ekki höfuðmál að tefla fram sterkasta liði Íslands í leiknum. Sjá einnig: Lagerbäck: Allt mjög jákvætt „Við sögðum við leikmenn í dag að þessir tveir æfingaleikir verða notaðir til að halda mönnum á réttu róli. Við verðum að taka til greina hvað hver og einn leikmaður hefur spilað mikið og hvernig þeim líður,“ sagði Lagerbäck við Vísi í gær. „Það góða fyrir mig og Heimi [Hallgrímsson] er að allir leikmenn vita mjög vel hvernig við viljum spila. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því.“ „Við munum því vonandi fá góða æfingaleiki og góðar æfingar áður en lokaundirbúningurinn hefst svo þegar við höldum til Annecy í Frakklandi.“ Hann segist þekkja vel til norska liðsins. „Við höfum mætt þeim áður og þó svo að við vitum ekki hvaða leikmenn fá að spila leikinn þekkjum við vel til leikstíl liðsins. Það mun því skipta litlu máli hvaða byrjunarliði við munum tefla fram.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var upplitsdjarfur á æfingu íslenska liðsins á Bislett-leikvanginum í Ósló í gær, enda fyrsta æfingin eftir að allir 23 leikmenn EM-hópsins komu saman. Fimm leikmenn fengu reyndar að hvíla á æfingunni enda hafa þeir spilað mikið með liðum sínum á Norðurlöndunum síðustu vikurnar. Þess fyrir utan er Lagerbäck ánægður með stöðuna á liðinu. Meiðsli Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarsson virðast ekki ætla að há þátttöku þeirra á EM í sumar og allar áætlanir þjálfarateymisins hafa gengið vel eftir. Ísland mætir Norðmönnum svo á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á morgun en Lagerbäck segir það ekki höfuðmál að tefla fram sterkasta liði Íslands í leiknum. Sjá einnig: Lagerbäck: Allt mjög jákvætt „Við sögðum við leikmenn í dag að þessir tveir æfingaleikir verða notaðir til að halda mönnum á réttu róli. Við verðum að taka til greina hvað hver og einn leikmaður hefur spilað mikið og hvernig þeim líður,“ sagði Lagerbäck við Vísi í gær. „Það góða fyrir mig og Heimi [Hallgrímsson] er að allir leikmenn vita mjög vel hvernig við viljum spila. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því.“ „Við munum því vonandi fá góða æfingaleiki og góðar æfingar áður en lokaundirbúningurinn hefst svo þegar við höldum til Annecy í Frakklandi.“ Hann segist þekkja vel til norska liðsins. „Við höfum mætt þeim áður og þó svo að við vitum ekki hvaða leikmenn fá að spila leikinn þekkjum við vel til leikstíl liðsins. Það mun því skipta litlu máli hvaða byrjunarliði við munum tefla fram.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira