Erlent

Hefja lokaáhlaup á ISIS-vígið Fallujah

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íraski herinn sækir hart að einu helsta vígi ISIS í Írak.
Íraski herinn sækir hart að einu helsta vígi ISIS í Írak. Vísir/Getty
Íraski herinn og vopnaðar sveitir sjíta hófu í dag lokaáhlaup á eitt helsta vígi ISIS í Írak, borgina Fallujah.

Hersveitirnar hafa með stuðningi loftárása Bandaríkjanna og annarra bandamanna þrengt að vígamönnum ISIS í nágrenni Fallujah undanfarna daga. Borgin er önnur tveggja stórra borga sem ISIS stjórnar í Írak.

Hingað til hafa bardagarnir á milli ISIS og íraska hersveita að mestu leyti farið fram í útjaðri borgarinnar en í dag hófu íraskar hersveitir að að sækja inn í borgina sjálfa.

Talið er líklegt að bardaginn um Fallujah muni taka sinn tíma en hersveitir Íraka sækja hægt fram svo lágmarka megi dauðsfall almennra borgara en um 50 þúsund almennir borgarar eru í Fallujah.

Borgin, sem er um 65 kílómetra vestur af Bagdag, höfuðborg landsins, er eitt af síðustu vígjum ISIS í vesturhluta Íraks.


Tengdar fréttir

Írakar sækja fram gegn ISIS við Fallujah

Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið fregnir af því að almennir borgarar hafi dáið úr hungri í Fallujah og fólk hafi jafnvel verið myrt fyrir að neita að berjast fyrir ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×