Öll tíu liðin úr Pepsi-deildinni voru í pottinum ásamt sex liðum úr 1. deild.
Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar drógust gegn FH en stórleikur 16-liða úrslitanna er viðureign Selfoss og Vals. Þá mætast Pepsi-deildarliðin KR og ÍBV.
Leikirnir fara fram 11. og 12. júní næstkomandi.
Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum:
FH - Stjarnan
HK/Víkingur - Þróttur
KR - ÍBV
Haukar - ÍA
Selfoss - Valur
Keflavík - Breiðablik
Fylkir - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Þór/KA - Grindavík
Bein lýsing: