Enski boltinn

Chelsea gerir risasamning við Nike

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chelsea-menn spila í búningum frá Adidas á næsta tímabili en skipta svo yfir í Nike.
Chelsea-menn spila í búningum frá Adidas á næsta tímabili en skipta svo yfir í Nike. vísir/getty
Chelsea hefur gert búningasamning að verðmæti 60 milljóna Bandaríkjadala á ári við bandaríska íþróttavörurisann Nike.

Chelsea hefur leikið í búningum frá Adidas undanfarin 10 ár en félagið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að leiðir þess og Adidas myndu skilja sex árum fyrr en áætlað var. Næsta tímabil verður það síðasta sem Chelsea leikur í búningum frá Adidas.

Nýi samningurinn við Nike er helmingi meira virði en samningurinn við Adidas var sem er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að Chelsea verður ekki á meðal þátttökuliða í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Sjá einnig: Terry áfram hjá Chelsea

Þetta er næststærsti búningasamningurinn í ensku úrvalsdeildinni á eftir samningi Manchester United við Adidas, sem er verðmæti 75 milljóna Bandaríkjadala á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×