Til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðinn fyrir unga fólkið heimir már pétursson skrifar 18. maí 2016 20:00 Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira