Of snemmt að segja til um orsök slyssins Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2016 09:41 Ættingjar farþega flugvélarinnar í Kaíró. Vísir/AFP Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til. Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til.
Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12