Erlent

Íhuga fleiri ákærur gegn Martin Shkreli

Samúel Karl Ólason skrifar
Saksóknarar íhuga nú að gefa út fleiri ákærur gegn fjárfestinum hataða Martin Shkreli. Þar á meðal eru ákærur fyrir svik. Nú þegar hefur hann verið ákærður vegna fjársvika. Martin Shkreli varð frægur eftir að kaupa meirihluta í lyfjafyrirtækinu Turing Pharmaceuticals.

Skömmu eftir kaupin hækkaði hann verðið á lyfi sem notað er af alnæmissjúklingum um rúmlega fimm þúsund prósent.

Samkvæmt CNBC stendur til að leggja fram nýju ákærurnar innan mánaðar.

Lögmaður Shkreli, Benjamin Brafman segist ekki telja að þær ákærur muni gera skjólstæðingi sínum erfiðara fyrir. Bæði Shkreli og Evan Greebel, sem einnig hefur verið ákærður, segjast saklausir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.