Hefði aldrei trúað að Leicester yrði meistari tíu árum eftir að ég fór Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2016 06:00 Skagamennirnir og fyrrverandi landsliðsmennirnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Gunnlaugsson eru einu íslensku fótboltamennirnir sem hafa spilað með nýkrýndum Englandsmeisturum Leicester. Jóhannes Karl átti tvö mjög góð ár hjá Leicester í B-deildinni frá 2004-2006, en einna árið var hann markahæsti leikmaður liðsins og kjörinn besti leikmaður tímabilsins. Þá skoraði hann sögufrægt mark hjá félaginu frá miðju. Jóhannes gleðst eðlilega mikið fyrir hönd síns fyrrverandi félags en eins og aðrir á hann erfitt með að trúa að Leicester sé orðið Englandsmeistari. Það tryggði sér titilinn án þess að spila á mánudagskvöldið þegar Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Leicester. „Ég sá ekki leikinn því ég var staddur á öðrum leik í Vesturbæ en ég var að fylgjast með textalýsingunni. Þetta er alveg magnað og varla að maður trúi þessu enn þá. Þetta er svona alveg að koma og það verður bara frábært að sjá þegar þeir fá bikarinn afhentan. Þá held ég að maður fatti fyrst fyrir alvöru að þeir eru búnir að vinna ensku úrvalsdeildina. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Jóhannes Karl í viðtali við Fréttablaðið.Mín bestu ár voru hjá Leicester „Mín bestu ár í fótboltanum voru hjá Leicester. Þar var ég að spila minn besta fótbolta og hafði mjög gaman að því og ég naut þess virkilega að vera þarna. Stuðningsmenn Leicester eru mjög sérstakt og skemmtilegt fólk. Það hefur stutt þennan klúbb alveg í gegnum súrt og sætt. Það er alltaf til í að mæta á leiki og fjölmennir á völlinn. Ég tel mig vera mikinn Leicester-mann og ekki skemmir fyrir þessi árangur núna. Það eykst bara við þetta.“ Jóhannes Karl kom til Leicester sumarið 2004 en þá var liðið nýfallið í B-deildina eftir eins árs dvöl á meðal þeirra bestu. Það var í næst efstu deild í fjögur ár en féll svo nður í C-deild. Alls dvaldi Leicester í tíu tímabil í B-deildinni áður en það komst aftur upp. Sjö tímabil liðu á milli þess að liðið var í C-deild og það varð Englandsmeistari. „Þegar ég yfirgef félagið 2006 voru ekki bjartir tímar framundan. Þá voru fjárhagsörðugleikar, lítið til af pening og félagið í skuldum. Þetta leit ekkert vel út þannig að maður hefði alls ekki trúað því að eftir tíu ár væru þeir orðnir Englandsmeistarar. Þeir hafa verið að falla og fóru niður í C-deildina um tíma,“ segir Jóhannes Karl. „Leicester hefur verið að rokka þarna á milli og hefur meira verið úrvalsdeildarlið í basli og alltaf í fallbaráttu. Þetta er alveg ótrúlegt og ég hefði aldrei getað giskað á það að tíu árum síðar væri Leicester orðið Englandsmeistari.“Ber að hrósa Ranieri Jóhannes Karl segir þetta auðvitað mikið ævintýri hjá Leicester og gefur knattspyrnustjóranum Claudio Ranieri mikið lof fyrir hvernig hann hefur byggt upp liðið og trú leikmanna. „Þetta er ótrúlegt ævintýri en líka hvati fyrir þessi svokölluðu litlu lið. Þau sjá að það er hægt að ná árangri þrátt fyrir að vera ekki alltaf með bestu fótboltamennina og þá dýrustu. Snilldin finnst mér er að Ranieri hefur náð að búa til ótrúlega liðsheild og skapað stemningu sem fær leikmenn til að trúa á það sem er verið að gera,“ segir hann. „Þeir trúa á verkefni, leikskipulagið, leikstílinn. Þegar þú færð leikmenn, áhorfendur og alla í kringum félagið til að trúa á hlutina þá er allt hægt. Þetta er frábært dæmi um það,“ segir Jóhannes, en getur Leicester haldið þessu áfram? „Þeir eiga að geta byggt á þessum árangri og að vera í Meistaradeildinni á næsta tímabili verður ævintýralegt fyrir félagið líka. Það eitt er frábært út af fyrir sig. Það sem ég hræðist einna helst er að þeir fari að hrúga inn einhverjum stórstjörnum og hugsunarhátturinn sem hefur skilað þeim svona langt breytist. Ég er að vona að þeir haldi áfram á sömu braut og trúi á sömu gildi og Ranieri verði þarna áfram. Vonandi heldur hann sem flestum af þessum leikmönnum sem hafa verið að standa sig svo vel.“Ætlar á leik í Meistaradeildinni „Kannski bæta þeir við sig 1-3 góðum mönnum og ef þeir gera það þá getur þetta lið alveg haldið áfram að ná góðum árangri. Góður árangur fyrir Leicester á næsta ári væri alveg að enda á meðal efstu sex og berjast um Meistaradeildarsæti. Það yrði frábært fyrir Leicester,“ segir Jóhannes Karl. Leicester verður augljóslega í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þar sem liðið er Englandsmeistari fer það í efsta styrkleikaflokk og á því meiri mögulega á að komast í útsláttarkeppnina í frumraun sinni í sterkustu keppni Evrópu. „Það er draumi líkast, en það sem mér finnst best við þetta er það sem þetta allt saman er að gera fyrir stuðningsmennina og borgina sjálfa. Þetta fólk er búið að styðja við bakið á sínum mönnum og stuðningurinn þegar ég var þarna var líka frábær. Hann var enn þá betri í dag og nú fær fólk að sjá algjörlega frábæran fótbolta. Framtíðin hjá Leicester er bara björt og skemmtileg fyrst og fremst,“ segir Jóhannes Karl, en er hann eitthvað að fara á leiki? „Ég hef ekkert farið síðan ég hætti 2006. Það eru komin tíu ár síðan þannig mér finnst mjög líklegt að ég haldi upp á þessi tíu ár og skelli mér á Meistaradeildarleik næsta vetur.“ Fá fyrrverandi leikmenn ársins hjá Leicester ekki sérstúku og alvöru þjónustu á vellinum? Hann hlær. „Það skiptir mig engu máli hvar ég sit. Ég ætla að taka fjölskylduna með mér og vonandi fáum við að sjá frábæran leik þarna í Meistaradeildinni,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Skagamennirnir og fyrrverandi landsliðsmennirnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Gunnlaugsson eru einu íslensku fótboltamennirnir sem hafa spilað með nýkrýndum Englandsmeisturum Leicester. Jóhannes Karl átti tvö mjög góð ár hjá Leicester í B-deildinni frá 2004-2006, en einna árið var hann markahæsti leikmaður liðsins og kjörinn besti leikmaður tímabilsins. Þá skoraði hann sögufrægt mark hjá félaginu frá miðju. Jóhannes gleðst eðlilega mikið fyrir hönd síns fyrrverandi félags en eins og aðrir á hann erfitt með að trúa að Leicester sé orðið Englandsmeistari. Það tryggði sér titilinn án þess að spila á mánudagskvöldið þegar Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Leicester. „Ég sá ekki leikinn því ég var staddur á öðrum leik í Vesturbæ en ég var að fylgjast með textalýsingunni. Þetta er alveg magnað og varla að maður trúi þessu enn þá. Þetta er svona alveg að koma og það verður bara frábært að sjá þegar þeir fá bikarinn afhentan. Þá held ég að maður fatti fyrst fyrir alvöru að þeir eru búnir að vinna ensku úrvalsdeildina. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Jóhannes Karl í viðtali við Fréttablaðið.Mín bestu ár voru hjá Leicester „Mín bestu ár í fótboltanum voru hjá Leicester. Þar var ég að spila minn besta fótbolta og hafði mjög gaman að því og ég naut þess virkilega að vera þarna. Stuðningsmenn Leicester eru mjög sérstakt og skemmtilegt fólk. Það hefur stutt þennan klúbb alveg í gegnum súrt og sætt. Það er alltaf til í að mæta á leiki og fjölmennir á völlinn. Ég tel mig vera mikinn Leicester-mann og ekki skemmir fyrir þessi árangur núna. Það eykst bara við þetta.“ Jóhannes Karl kom til Leicester sumarið 2004 en þá var liðið nýfallið í B-deildina eftir eins árs dvöl á meðal þeirra bestu. Það var í næst efstu deild í fjögur ár en féll svo nður í C-deild. Alls dvaldi Leicester í tíu tímabil í B-deildinni áður en það komst aftur upp. Sjö tímabil liðu á milli þess að liðið var í C-deild og það varð Englandsmeistari. „Þegar ég yfirgef félagið 2006 voru ekki bjartir tímar framundan. Þá voru fjárhagsörðugleikar, lítið til af pening og félagið í skuldum. Þetta leit ekkert vel út þannig að maður hefði alls ekki trúað því að eftir tíu ár væru þeir orðnir Englandsmeistarar. Þeir hafa verið að falla og fóru niður í C-deildina um tíma,“ segir Jóhannes Karl. „Leicester hefur verið að rokka þarna á milli og hefur meira verið úrvalsdeildarlið í basli og alltaf í fallbaráttu. Þetta er alveg ótrúlegt og ég hefði aldrei getað giskað á það að tíu árum síðar væri Leicester orðið Englandsmeistari.“Ber að hrósa Ranieri Jóhannes Karl segir þetta auðvitað mikið ævintýri hjá Leicester og gefur knattspyrnustjóranum Claudio Ranieri mikið lof fyrir hvernig hann hefur byggt upp liðið og trú leikmanna. „Þetta er ótrúlegt ævintýri en líka hvati fyrir þessi svokölluðu litlu lið. Þau sjá að það er hægt að ná árangri þrátt fyrir að vera ekki alltaf með bestu fótboltamennina og þá dýrustu. Snilldin finnst mér er að Ranieri hefur náð að búa til ótrúlega liðsheild og skapað stemningu sem fær leikmenn til að trúa á það sem er verið að gera,“ segir hann. „Þeir trúa á verkefni, leikskipulagið, leikstílinn. Þegar þú færð leikmenn, áhorfendur og alla í kringum félagið til að trúa á hlutina þá er allt hægt. Þetta er frábært dæmi um það,“ segir Jóhannes, en getur Leicester haldið þessu áfram? „Þeir eiga að geta byggt á þessum árangri og að vera í Meistaradeildinni á næsta tímabili verður ævintýralegt fyrir félagið líka. Það eitt er frábært út af fyrir sig. Það sem ég hræðist einna helst er að þeir fari að hrúga inn einhverjum stórstjörnum og hugsunarhátturinn sem hefur skilað þeim svona langt breytist. Ég er að vona að þeir haldi áfram á sömu braut og trúi á sömu gildi og Ranieri verði þarna áfram. Vonandi heldur hann sem flestum af þessum leikmönnum sem hafa verið að standa sig svo vel.“Ætlar á leik í Meistaradeildinni „Kannski bæta þeir við sig 1-3 góðum mönnum og ef þeir gera það þá getur þetta lið alveg haldið áfram að ná góðum árangri. Góður árangur fyrir Leicester á næsta ári væri alveg að enda á meðal efstu sex og berjast um Meistaradeildarsæti. Það yrði frábært fyrir Leicester,“ segir Jóhannes Karl. Leicester verður augljóslega í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þar sem liðið er Englandsmeistari fer það í efsta styrkleikaflokk og á því meiri mögulega á að komast í útsláttarkeppnina í frumraun sinni í sterkustu keppni Evrópu. „Það er draumi líkast, en það sem mér finnst best við þetta er það sem þetta allt saman er að gera fyrir stuðningsmennina og borgina sjálfa. Þetta fólk er búið að styðja við bakið á sínum mönnum og stuðningurinn þegar ég var þarna var líka frábær. Hann var enn þá betri í dag og nú fær fólk að sjá algjörlega frábæran fótbolta. Framtíðin hjá Leicester er bara björt og skemmtileg fyrst og fremst,“ segir Jóhannes Karl, en er hann eitthvað að fara á leiki? „Ég hef ekkert farið síðan ég hætti 2006. Það eru komin tíu ár síðan þannig mér finnst mjög líklegt að ég haldi upp á þessi tíu ár og skelli mér á Meistaradeildarleik næsta vetur.“ Fá fyrrverandi leikmenn ársins hjá Leicester ekki sérstúku og alvöru þjónustu á vellinum? Hann hlær. „Það skiptir mig engu máli hvar ég sit. Ég ætla að taka fjölskylduna með mér og vonandi fáum við að sjá frábæran leik þarna í Meistaradeildinni,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira