Sameinuðu þjóðirnar til Íslands vegna sáttmála gegn spillingu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2016 07:00 Siðareglur alþingismanna taka gildi í upphafi nýs þings. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fulltrúar Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, eru væntanlegir hingað til lands síðar í þessum mánuði í tengslum við úttekt á því hvernig Sáttmáli SÞ gegn spillingu, sem Ísland er aðili að, endurspeglast í íslenskum lögum og framkvæmd þeirra. Það matsferli er gagnlegt fyrir stefnumótun og lagasetningu hér á landi, að því er kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um starf stýrihóps á vegum innanríkisráðherra, um eftirfylgni við innleiðingu á alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu. Starf hópsins, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur einkum snúist um að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um viðbrögð við tilmælum alþjóðlegra stofnana á þessu sviði. Auk eftirfylgni frá SÞ hefur Ísland fengið tilmæli frá vinnuhópi OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, og GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðsins. Tilmæli GRECO í fjórðu skýrslunni um Ísland snerust um að fyrirbyggja spillingu og hagsmunaárekstra hjá alþingismönnum, dómurum og ákærendum. Helgi BernódusonÍsland hefur nú orðið að fullu við tvennum tilmælum GRECO og uppfyllt sex að hluta, þar með talin tilmæli um að alþingismenn setji sér siðareglur, að því er kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins. Þar er bent á að siðareglur alþingismanna hafi verið samþykktar á Alþingi í mars skömmu eftir að skýrsla Íslands var formlega tekin fyrir hjá GRECO. Þess vegna hafi ekki verið tekin formleg afstaða til þeirra á þeim vettvangi. „Í siðareglunum er einnig að finna ákvæði sem ætti að koma til móts við tilmælin um að þingmenn upplýsi um mögulega hagsmunaárekstra við meðferð mála vegna persónulegra hagsmuna sem þeir kunna að hafa. Því má ætla að íslensk stjórnvöld hafi í raun uppfyllt fern tilmælanna. GRECO þarf þó að staðfesta þá niðurstöðu á fundi sínum síðar á þessu ári,“ segir jafnframt í svari ráðuneytisins. Tilmæli sem lúta að bættri skráningu á fjárhagsupplýsingum þingmanna hafa ekki verið uppfyllt að mati GRECO. Samkvæmt tilmælum GRECO skulu liggja fyrir upplýsingar um eignir þingmanna og framlög sem þeir hafa fengið ásamt upplýsingum um skuldir þeirra, að undanskildum húsnæðislánum og skammtímaskuldum innan eðlilegra marka. Þá eigi að taka til skoðunar að yfirlit um eignir nái einnig til maka og nánustu ættingja þó ekki þurfi nauðsynlega að gera þær upplýsingar opinberar. Alþingi tryggi trúverðugleika þessarar skráningar á fjárhagsupplýsingum með því að fylgja henni betur eftir. Það verði gert með auknu eftirliti, ráðgjöf til þingmanna og viðurlögum gagnvart þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tilmælin eru nú til skoðunar hjá Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins. „Uppi eru ýmis sjónarmið meðal þingmanna um hvort skrá eigi skuldir umfram húsnæðislán og skammtímaskuldir en ríkari andstaða gegn því að skrá hagsmuni maka og ættmenna. Mörgum þingmönnum finnst nóg á maka sína og ættmenni lagt með einni saman þátttöku í stjórnmálum.“ GRECO telur uppfyllt tilmæli um að fyrir hendi sé málsskot á ákvörðunum fyrsta stigs ákæruvalds vegna rannsóknar mála og einnig tilmæli um að ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvaldsins séu teknar með sjálfstæðum og hlutlægum hætti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Fulltrúar Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, eru væntanlegir hingað til lands síðar í þessum mánuði í tengslum við úttekt á því hvernig Sáttmáli SÞ gegn spillingu, sem Ísland er aðili að, endurspeglast í íslenskum lögum og framkvæmd þeirra. Það matsferli er gagnlegt fyrir stefnumótun og lagasetningu hér á landi, að því er kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um starf stýrihóps á vegum innanríkisráðherra, um eftirfylgni við innleiðingu á alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu. Starf hópsins, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur einkum snúist um að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um viðbrögð við tilmælum alþjóðlegra stofnana á þessu sviði. Auk eftirfylgni frá SÞ hefur Ísland fengið tilmæli frá vinnuhópi OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, og GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðsins. Tilmæli GRECO í fjórðu skýrslunni um Ísland snerust um að fyrirbyggja spillingu og hagsmunaárekstra hjá alþingismönnum, dómurum og ákærendum. Helgi BernódusonÍsland hefur nú orðið að fullu við tvennum tilmælum GRECO og uppfyllt sex að hluta, þar með talin tilmæli um að alþingismenn setji sér siðareglur, að því er kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins. Þar er bent á að siðareglur alþingismanna hafi verið samþykktar á Alþingi í mars skömmu eftir að skýrsla Íslands var formlega tekin fyrir hjá GRECO. Þess vegna hafi ekki verið tekin formleg afstaða til þeirra á þeim vettvangi. „Í siðareglunum er einnig að finna ákvæði sem ætti að koma til móts við tilmælin um að þingmenn upplýsi um mögulega hagsmunaárekstra við meðferð mála vegna persónulegra hagsmuna sem þeir kunna að hafa. Því má ætla að íslensk stjórnvöld hafi í raun uppfyllt fern tilmælanna. GRECO þarf þó að staðfesta þá niðurstöðu á fundi sínum síðar á þessu ári,“ segir jafnframt í svari ráðuneytisins. Tilmæli sem lúta að bættri skráningu á fjárhagsupplýsingum þingmanna hafa ekki verið uppfyllt að mati GRECO. Samkvæmt tilmælum GRECO skulu liggja fyrir upplýsingar um eignir þingmanna og framlög sem þeir hafa fengið ásamt upplýsingum um skuldir þeirra, að undanskildum húsnæðislánum og skammtímaskuldum innan eðlilegra marka. Þá eigi að taka til skoðunar að yfirlit um eignir nái einnig til maka og nánustu ættingja þó ekki þurfi nauðsynlega að gera þær upplýsingar opinberar. Alþingi tryggi trúverðugleika þessarar skráningar á fjárhagsupplýsingum með því að fylgja henni betur eftir. Það verði gert með auknu eftirliti, ráðgjöf til þingmanna og viðurlögum gagnvart þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tilmælin eru nú til skoðunar hjá Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins. „Uppi eru ýmis sjónarmið meðal þingmanna um hvort skrá eigi skuldir umfram húsnæðislán og skammtímaskuldir en ríkari andstaða gegn því að skrá hagsmuni maka og ættmenna. Mörgum þingmönnum finnst nóg á maka sína og ættmenni lagt með einni saman þátttöku í stjórnmálum.“ GRECO telur uppfyllt tilmæli um að fyrir hendi sé málsskot á ákvörðunum fyrsta stigs ákæruvalds vegna rannsóknar mála og einnig tilmæli um að ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvaldsins séu teknar með sjálfstæðum og hlutlægum hætti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira